Ég ætla hér bara að skrifa smá álit á Harry Potter,ég hef ekki klárað að lesa Harry Potter fimm svo hún verður ekki talinn með. Þetta er líka svona smá um það hvernig ég datt í Harry Potter æðið.





Ég var bara einn daginn í skólanum er lestrarátak var að byrja en ég var ekkert mikið fyrir að lesa,ég var bara búinn að vera lesa einhverjar syrpur og svoleiðis myndasögur svo ég ákvað að taka nú einhverja langa bók eða svona nokkuð langa í lestrarátakinu og þá varð það Harry Potter fyrir valinu. Ég var ekkert sérstaklega duglegur að lesa og var því frekar lengi að lesa bókina. Það skrítna var það að ég byrjaði á að lesa bók tvö svo ég skildi ekki mikið í bókinni,T.d. að ég hélt að Mcgonagall væri karlmaður og eitthvað svona fáránlegt. En svo kom að því að rétt eftir að ég byrjaði að lesa bækurnar þá kom Harry Potter og viskusteinninn í bíó og þá loksins náði ég fullum skilningi á persónunum og hverjir allir voru og allt í þá áttina. Það var ekki fyrr en ég var búinn að lesa númer tvö og þrjú að Lord of the rings sem ég dýrkaði æðra öllum ævintýrum og öllum sagnabálkum og bókum að ég á ekki orði yfir lýst. Að vísu sá ég Lord of the rings ekki fyrr en hún kom á leigu,ég horfði á hana með systir minni en bíddu!!! ævintýrið heillaði mig ekki neitt. Ég ákvað að lesa bókina og þá ljómaði ég sko allur af gleði,ég var loksins búinn að finna bók við mitt hæfi. Harry Potter áhuginn dvínaði smá eftir þetta en nú er hún næst uppáhalds bókin mín en það er alveg eitt sem ég er fyrir svo miklum vonbrygðum á Harry Potter bókunum en það er það hvað höfundurinn virðist herma svo mikið eftir Lord of the rings þar að segja bókinni. Ég ætla að segja ykkur frá nokkrum atriðum og bið ég ykkur innilega að pæla í þessu ekki það að ég sé að reyna segja að Harry Potter sé bara þvættingur og bara herma eftir Lord of the rings. Hér eru bara nokkur dæmi í flýti!!!!


1.Dobby er næstum alveg eins og Gollum í Lord of the rings,allur ljótur og frekar svona bara eins og tuskudýr.


2.Voldemort er bara andi eins og Sauron.


3.Aragog minnir mig að köngulóinn hét í Harry Potter,nafnið er eiginlega alveg eins og nafnið Aragorn í Lord of the rings.


4.Dumbledore er eiginlega alveg eins og Gandalf í Lord of the rings býr yfir rosalegri visku,öflugur og alltaf hægt að treysta. (þetta var bara smá lýsing yfir þeim það er miklu meira)


5.Svo er hérna bara smá sem er í Harry Potter og viskusteinninn. Voldemort hann þarf bara að ná viskusteininum aftur þá kemst hann í fullt vald aftur. Sauron í Lord of the rings þarf bara að ná hringnum eina til að komast aftur á vald og ná valdi til að dróttna yfir Mið-garði.


Hér er smá en ég man ekki allt sem ég var búinn að líkja við Lord of the rings en allavega ef það eru einhverjar(jir) sem hafa fattað upp svona endilega teljið það upp.



Jæja svona hljóðar þetta Harry Potter,alveg ágætt,vonandi særði það ykkur ekki að ég sé að koma með svona ef þið vissuð ekki af þessu ekki láta þetta hafa áhrif á ykkur,það sem ég er að segja. Haldið áfram að dýrka Harry Potter og verið aðdáendur á því eins lengi og þíð viljið.


P.S.Þið megið alvega koma með skítkast (er alveg vanur því). Vonandi er þetta samþykkt það tók dágóðan tíma að gera þetta. Þessi grein á ekki að flokkast sem niðurlæging á Harry Potter heldur STAÐREYND!!!!!!.



******JDM