<b>Um höfundarrétt á internetinu.</b>

Það er mín skoðun að allir sem skrifa áhugaspuna og pósta á netinu ættu að kynna sér höfundarréttarlög, enda rosaleg spurning hvort að áhugaspuni sé yfirleitt löglegur.

Flestir rithöfundar líta framhjá áhugaspunum. Við sem skrifum í Harry Potter fandominu erum svo heppin að höfundurinn að heiminum sem við skrifum í er einstaklega skilningsrík, og rosalega stolt af því að vera okkur innblástur. Það er samt ekki alltaf tilfellið; Anne Rice, sem skrifar <u>The Vampire Chronicles</u> (<i>Interview with a Vampire, Queen of the Damned</i> o.s.frv…) hefur tildæmis lagt blátt bann við öllum áhugaspunum, og kærir þær heimasíður sem hafa uppi áhugaspuna úr hennar bókmenntum.

Höfundarréttarlög eru sett til verndar vitsmunalegum eigum okkar. Á venjulegri íslensku, höfundarréttarlög eru til staðar til að enginn geti stolið því sem við búum til og þóst hafa búið það til sjálfur.

Höfundarréttur gengur í gildi um leið og verkið er komið út úr höfðinu á okkur og á einhvern áþreifanlegan miðil, svo sem pappír, diskettu, internetið, striga, nótnablað, geisladisk, vídeóspólu og svo framvegis. Þetta gildir um <i>hvað sem er</i> sem þú skapar, alveg sama hvort það er ritverk, mynd, tónlist, dans, eða kvikmynd, svo dæmi séu tekin. Þetta gengur svo langt að <i>meira að segja TÖLVUPÓSTUR</i> lýtur þessum reglum.

Sá sem er eigandi höfundarréttar fyrir tiltekið verk hefur ýmis réttindi sem er ólöglegt að brjóta á. Sú manneskja er sú eina sem má:

Endurnýja verkið
Búa til “afleidd verk” (áhugaspuni er t.d. afleitt verk. Eins kvikmyndaútgáfa af bók)
Fjölfalda verkið
Dreifa eintökum af verkinu
Sýna verkið opinberlega
Flytja verkið opinberlega

Eða gefa öðrum leyfi til að framkvæma eitthvað af þessu.

Það eru allskonar undantekningar á þessum reglum, auðvitað. Áhugaspuni er í grundvallaratriðum ólöglegur, en JK Rowling er skilningsrík. Af heimasíðunni hennar, <a href="http://www.jkrowling.org“>jkrowling.org</a>:

<i>”Fan fiction is really fun, though, and I am so proud to think that Harry Potter inspired so much creativity!“</i>

Þó mæli ég eindregið með notkun ”disclaimera“ (Hjálp! Íslensk þýðing? Einhver?) sem ættu að vera öllum kunnuglegir sem heimsækja erlendar síður. Algengustu ”disclaimerarnir“ eru einhvernvegin svona:

<i>Þessi saga er byggð á persónum og aðstæðum sem voru upphugsaðar af JK Rowling, og eru í eigu JK Rowling auk ýmissa útgefenda, svo sem Bloomsbury Books, Scholastic Books, Warner Bros., Inc og Bjarts Bókaforlags. Sagan er ekki skrifuð í gróðaskyni og ég ber fulla virðingu fyrir höfundarrétti höfundar. </i>

Þetta er svo póstað í byrjun hverjar sögu, þar sem fram kemur einnig hver skrifaði söguna og aðrar upplýsingar sem höfundurinn vill láta koma fram áður en maður getur byrjað að lesa.

Og hér komum við að kjarna málsins: Höfundarréttarlög eru nefnilega líka gild fyrir áhugaspuna. Það þýðir að ef þið eruð búin að skrifa áhugaspuna einhversstaðar, hér á Huga eða hvar sem er annarsstaðar, þá eigið þið höfundarréttinn að ykkar sögu og öllum þeim karakterum sem þið hafið búið til í kringum hana. Ef einhver stelur sögu eftir ykkur getið þið kært hann. Einfalt mál.

Þetta gildir líka um gerð áhugaspuna eða fanart síða. Ef ykkur langar til að búa til svoleiðis síðu með áhugaspunum eða fanart á, verður að biðja höfundana um leyfi. Margir höfundar segja alltaf já, en vilja vita hvar sögurnar þeirra er að finna. Aðrir höfundar, og sérstaklega fanart listamenn, segja alltaf nei.

Fanart listamennirnir eiga sérstaklega við það vandamál að etja að fólk er að setja myndirnar þeirra upp á síðum út um allan heim, og teiknistíl er auðveldara að þekkja en ritstíl, svo þó að þeir séu að nota nick þá átta kunnugir sig strax á því hver er að teikna. Margir af bestu listamönnunum vinna við myndskreytingar og hafa fanart sem hobbý og því getur verið mjög neyðarlegt fyrir þá ef misgott fanart, sem er eftir allt saman hobbý, er dregið fram í dagsljósið í þeirra alvöru lífi! Ég þekki fólk sem hefur lent í þessu, eins og til dæmis vinkona mín hún <a href=”http://www.artdungeon.net“>Seviet</a> - þeim finnst það ekkert sérstaklega gaman.

Best er að fylgja bara venjulegum kurteisisreglum því þá er nokkuð víst að fandomið gangi allt vandræðalaust fyrir sig, en stundum getur verið gott að minna alla á leikreglurnar :)

<a href=”http://www.livejournal.com/users/misspince“>Mis s Pince</a>



Heimildir:
<a href=”http://home.istar.ca/~delric/Copyright.htm“>A Fanfiction Writer’s Guide to Copyrights</a>
<a href=”http://mason.gmu.edu/~montecin/copyright-interne t.htm“>Copyright and the Internet</a>
<a href=”http://www.fplc.edu/tfield/copynet.htm“>Copyrig ht on the Internet, by Thomas G. Field.</a>
<a href=”http://www.lib.ncsu.edu/scc/tutorial/copyuse/cop ybas1.html">The Copyright Tutorial</a