Remus Lupin Harry, Hermione og Ron sáu professor Remus J. Lupin fyrst í Hogwarts lestinni. Þá var hann í mjög skítugri og illa farinn skikkju. Lupin hafði þá ljós-brúnt hár sem var byrjað að grána þó að hann er ungur. Hann leit þá mjög illa og út og Ron sagði : Hann lítur þannig út að ein ærleg bölvun gæti gert útaf við hann." En Lupin er góður galdramaður. Hann rak eina vitsugu frá Azkaban burt úr klefanum í lestinn og rétt eins og Madam Pomfrey gaf hann nemendum súkkulaði þegar þeim leið illa.
Prófessor Lupin gaf nemendunum í fyrsta sinn alvöru kennslu í Vörnum gegn myrku öflunum og myrku verunum. Hann kenndi með stæl, byggði upp kennslu með samblöndu af fróðleik og húmor. Þannig lét hann allan bekkin hlusta með eyrun opin. Hann kenndi Harry verndaragaldurinn (“Patronus”!) sem hann segir að sé einn af erfiðustu göldrum sem hann hefur lært. Hann eyddi tíma með Harry sem kennari og sem vinur. Hann gaf líka aumingja Neville Longbottom tækifæri til að sýna leikni sína og var hann fyrstur í bekknum að kljást við Bogga.
Það versta við Prófessor Lupin, sem hann hélt leyndu, en Hermione uppgötvaði var að hann er varúlfur. Hann var bitinn þegar hann var lítill af varúlfi og breytist alltaf í varúlf þegar það er fullt tungl. Það sem Lupin óttast mest er fullt tungl. Þegar Lupin var í Hogwart var það erfitt að breytast í varúlf og fela það fyrir nemendum skólans. Sama ár og Lupin fékk inngöngu í Hogwart var Eikin Armalanga gróðursett. Hún var gróðursett vegna Lupins því að undir trénu eru göng sem liggja að kofa sem er kallaður Draugakofinn. Hann þurfti að ljúga að bestu vinum sínum James Potter, Sirius Black og Peter Pettigrew að hann væri að fara heim til mömmu sinnar sem var veik að sinna henni því hann var hræddur um að þeir myndu yfirgefa hann ef þeir myndu uppgötva að hann væri varúlfur. En þessir þrír tóku eftir að hann hvarf mánaðarlega og reiknuðu út að hann væri varúlfur. Í stað þess að yfirgefa Lupin reyndu þeir að gera hamskipta tímabilið eins þolanlegt og hægt var… Þeir urðu kvikskiptingar. Á fimmta ári náðu þeir takmarkinu og fóru til Lupins í hverjum mánuði undir huliðsskikkjunni og umbreyttu sér.

Upplýsingar:
Fæðingardagur: um að bil 1960 Lupin er hálfurgaldramaður (einn mugga foreldri og einn galdramaður).
Fullt nafn: Remus John Lupin
Hogwarts: 1 september, 1971 – 1978
Heimavist: Gryffindor
gælunafn: Vígtönn
Hár: Ljós-brúnt en er að grána
rödd: rám, hás.
Staða: Var í stöðu kennara í Vörnum gegn myrku
…Heyrru núhh kveð ég bra úr stundinni okkar.. bæjj;*