Þegar ég sá seinni myndina um Harry Potter og félaga, Harry Potter og leyniklefinn, rann dálítið upp fyrir mér. Sérstaklega þegar ég sá endann. Þá kom Hemione inn í Stóra salinn hlaupandi (ansi væmið að mínu mati) og faðmaði Harry. Svo þegar hún ætlaði að heilsa Ron urðu þau eitthvað svo vandræðaleg.
Ætli Ron sé hrifinn af Hermione?

Þá fór ég að hugsa til fjórðu bókarinnar og hvernig Ron var alltaf svo afbrýðissamur yfir því hvað Hermione og Viktor Krum voru svo mikið saman. Viktor var goðsögn í augum Rons (og flestra) sem besti leitari síns tíma í landsliði Búlgaríu og einn yngsti Qiudditchleikmaður í heimi. Hann var uppáhaldið hans Rons þangað til að hann fór að reyna við Hermione. Þá var hann orðinn óvinur (Viktor og Harry (ásamt tveimur öðrum) kepptu um eldbikarinn og fannst Ron að Hermione ætti ekki að vera að vingast við óvininn). Fyrst þegar Viktor kom með skólanum sínum (Durmstrang) til að keppa um eldbikarinn dýrkaði Ron hann en þegar Hermione mætti með Viktori á jólaballið varð hann fúll og reiður. Hann fylgdist með þeim allt ballið og vildi ekkert sinna stelpunni sem hann hafði boðið með sér.

Seinna sagði Hermione Ron og Harry að Viktor hefði boðið sér til sín til Búlgaríu næsta sumar og að hann hefði “alrei borið slíkar tilfinningar til neinnar stúlku áður”. Þegar Ron heyrði fréttirnar þá brá honum rosalega og byrjaði hann að hamast við að mylja ýfilsbjöllur. Hún eldroðnaði í framan og forðaðist vandlega að líta í augun og honum.


Hvað ætli gerist í næstu bókum????????
Vonandi fer Rowling ekki að breyta bókunum í einhverjar ástavellur.
Bíð spennt eftir fimmtu bókinni, en ætli biðin verði ekki ansi löng.