Stóra spurningin.. “Hvernig byrja ég?”.
Ég hef verið að velta fyrir mér, mér finnst ansi gaman af þessum dj/söng bransa og langar mig að prufa að byrja að fikra mig áfram.
Ég var að pæla hvort þið gætuð nokkuð mælt með hvaða forrit ég ætti að fá mér fyrir svona basic song editing og kannski eitthvað dj þar með.
Og annað, þegar ég er bara að fikta, þarf að ég einhver mic úr hljómfærabúð sem er á yfir 20 þúsund? eða getur maður bara notað þennann basic tölvu mic í byrjun?.
Með hvaða forriti á ég að taka upp með?.
Hef verið að pæla að fá mér auto tune upp á funnið með.
Ef þið gætuð líka bara sagt mér hvernig þið fóruð að því að byrja, því ég hef ekki hugmynd hvernig ég á að fara að þessu.

Takk.