Gleymt lykilorð
Nýskráning
Hljóðfæri

Hljóðfæri

7.027 eru með Hljóðfæri sem áhugamál
113.284 stig
384 greinar
39.628 þræðir
105 tilkynningar
4.188 myndir
968 kannanir
254.447 álit
Meira

Ofurhugar

HoddiDarko HoddiDarko 1.490 stig
Diddii Diddii 1.040 stig
Tjeko Tjeko 966 stig
negrasvikari negrasvikari 832 stig
Noisemaker Noisemaker 826 stig
Addni Addni 820 stig
HlynurS HlynurS 814 stig

Stjórnendur

Highway One Tele (10 álit)

Highway One Tele Hér er nýi gripurinn, Fender USA Telecaster Highway One. Hér eru smá specs um gítarinn: http://www.fender.com/products/search.php?partno=0111262306

Er hæstánægður með þessi kaup, fýla hann alveg í tætlur! Eina sem ég gæti sett útá hann er nitro finishið, gítarinn rispast við minsta hnjask, en það á bara eftir að gefa honum töff vintage look :P

Schecter Blackjack ATX C-1 (7 álit)

Schecter Blackjack ATX C-1 Gítar sem er svona efst á lista hjá mér í dag. Var bara að spá hvort einhver hefði einhverja reynslu af svona blackouts. Hef séð nokkur video á YouTube og þeir sounda bara vel, auk þess sem gítarinn lookar kickass svona aged white.

Set-neck
Mahogany body
25.5" ebony háls - 24 fret
Seymour Duncan Active Black Outs
Schecter locking tuners
Black chrome hardware

Bc.Rich stealth Chuck tribute (10 álit)

Bc.Rich stealth Chuck tribute er að fá eitt stykki svona á leiðini frá Ameríkuni

nýr magnari :D (42 álit)

nýr magnari :D eftir þónokkra leit og smá grátur þá fann ég klekkaðann magnara,

um er að ræða orange rocker 30 1x12 lampacombo með celestion vintage 30 hátalara.. algjert bjútí, hentar alveg í hreina tóna sem og drifna led zeppelin tóna

og þarna við hliðiná er svo epiphone les paul standard í honníburst með jóker spil teipað á sig (hohoho)

njótið :)

Kirk hammett (11 álit)

Kirk hammett Kirk Hammett með gítar sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu… en er á top 5 fyrir frumlegustu flottu gítararni

Uppskrift fyrir custom paiste Pickguard (16 álit)

Uppskrift fyrir custom paiste Pickguard Segjir sig sjálft,

dótakassinn minn (8 álit)

dótakassinn minn gítar-> proco rat-> chorus-> MXR phase90 handsmíðaður-> EHX echo delay-> Moogerfooger ringtone modulator-> magnari

Meine Geige (13 álit)

Meine Geige Ég skoðaði ég veit ekki hve margar myndir hérna og sá aðallega gítara, nokkra postera, magnara og einn flygil. Ákvað að seta mynd af fiðlunni minni, smíðuð 1788 í Vín, keypt í Prag.. smá tilbreyting, hehe

Myndakeppni - Ólafur Óli (3 álit)

Myndakeppni - Ólafur Óli Magnarinn:
Markbass SA 450 Haus.
Markbass STD 102 1x15“ (neðra)
Markbass STD 151 2X12” (efra)

Bassar:
Rickenbacker 4001 frá 1978.
Music Man Stingray 5
Vintage V950b Gold fretless (tók fretin sjálfur) er reyndar með brotinn háls eftir smá flugferð.

Annað:
Silhuef Mandolin
Harmonikka af eitthverri gerð sem afi minn átti.
Yamaha FG-75 frá 1975 kassagítar.
M. Hohner munnharpa frá 1937.

Hiwatt DR-103 Custom 1973 árgerð (25 álit)

Hiwatt DR-103 Custom 1973 árgerð Sælir

Mig langaði bara að deila með ykkur þessari fegurð!

Þetta er semsagt Hiwatt DR-103 Custom 1973 árgerð. Samskonar magnari og notaður var af David Gilmour-Pink Floyd, Pete Townshead-The Who og Jimmy Page-Led Zeppelin, (þetta eru þekktustu notendurnir).

Ég ákvað fyrir seinustu jól að gefa sjálfum mér eitthvað hljóðfæratengt í jólagjöf og datt niður á þennan Hiwatt magnara sem hefur alltaf verið á óskalistanum síðan maður byrjaði að pæla í svona græjum.

Ég veit ekki um neinn annan svona 100w haus hér á landi en það væri gaman að vita ef þið vitið um einhvern samskonar. Ég veit af því að Tjeko á einn 200w, Elvis2 átti líka einn 200w að mig best minnir og svo hef ég heyrt að það hafi líka verið til þriðji 200w hausinn einhversstaðar hér á landi.
Magnarinn minn fékk heitið Guttormur(eftir nautinu í húsdýragarðinum hér forðum) vegna þess að þegar að ég fór með hann til Þrastar Víðis í yfirhalningu þá lyktaði verkstæðið hjá honum eins og fjós sem bendir til þess að hann hafi legið í einu slíku.

Svo ef þið lítið í undirskriftina hjá mér þá var að bætast við núna nýlega 200w Orange Matamp Kraftmagnari og 2x12 Orange box. Ég skelli inn mynd af þessum nýju/gömlu græjum einhverntímann seinna og svo er líka alveg kominn tími á fyrstu hópmyndina af öllu dótinu sem maður á orðið :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok