Já svona gerist þegar menn hafa aðeins of mikinn frítíma. Hér má sjá eitt stykki ukulele gert úr u.þ.b 10 þúsund eldspýtum og rúmlega 900 grömmum af lími. Gaurinn sem smíðaði þetta á víst heimsmetið fyrir að hafa smíðað 10 hljóðfæri úr 106000 eldspýtum allt í allt. Meira um gaurinn og fleiri myndir er hægt að finna hér http://www.catfish1952.com/MatchstickMan.html
Hérna sést á mynd hljófærið Theremin og maðurinn sem bjó það til, Leo Theremin.
Þetta er eina hljóðfærið sem vitað er um sem þú þarft ekki að snerta til að spila á…
Þetta hefur verið notað í þekktum lögum eins og Good Vibrations með Beach Boys (var reyndar electric theremin…), auk þess notaði Jimmy Page þetta einhverntíman.
Langar hrikalega í svona…kannski ekki svona stórt en…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..