Gleymt lykilorð
Nýskráning
Hljóðfæri

Hljóðfæri

7.027 eru með Hljóðfæri sem áhugamál
113.284 stig
384 greinar
39.628 þræðir
105 tilkynningar
4.188 myndir
968 kannanir
254.447 álit
Meira

Ofurhugar

HoddiDarko HoddiDarko 1.490 stig
Diddii Diddii 1.040 stig
Tjeko Tjeko 966 stig
negrasvikari negrasvikari 832 stig
Noisemaker Noisemaker 826 stig
Addni Addni 820 stig
HlynurS HlynurS 814 stig

Stjórnendur

Fodera Ying Yang 4 (5 álit)

Fodera Ying Yang 4 Fallegt hljóðfæri sem Victor Wooten notar það mest ('87 modelið sitt)

En skemmtilegt Maple fingerboard sem er svo Rosewood neðst niðri :/ þetta sé ég ekki oft og veit ekki enþá afhverju þetta er, vonandi einhver sem getur frætt mig um það.

Musicman Silhouette Special (16 álit)

Musicman Silhouette Special minn aðal gita

Ég að leika mér (39 álit)

Ég að leika mér Það hefur ekki komið trommumynd hérna heillengi svo ég set bara þessa sem ég var að finna á netinu fyrir stuttu. Ég er að spila þarna með Soðin Skinka fyrir 15 mánuðum.

Rack (13 álit)

Rack Efst: DBX 160a (Compressor/Limiter)
Miðjunni: KORG DTR-1000 (Rack tuner)
Neðst: Ampeg SVT-3Pro (magnari)

Bassaklarinett (11 álit)

Bassaklarinett Vegna þess að ég hef í gegnum árin séð lítið annað myndefni heldur en rafgítara, rafbassa og trommusett hér inni á /hljóðfæri þá ákvað ég að senda eina mynd af fjórum bassaklarinettum til tilbreytingar.

Frá vinstri:
- Leblanc L400
- Selmer USA 1430P
- CZ E. M. Winston
- Leblanc 330S

Fólk sem veit lítið um tréblásturshljóðfæri heldur oft að bassaklarinett séu eins konar saxafónar, en þessi hljóðfæri eru gjörólík - Hönnun saxafóna er „kónísk”, þ.e.a.s., frá munnstykkinu niður í hljóðfærið eykst borvíddin jafnt alla leið. Hönnun klarinetta er „symmetrísk”; frá munnstykkinu að bjöllunni er borvíddin jöfn, og bjallan er kónísk. Bjöllur bassaklarinetta eru oftast úr málmi, vegna þess að trébjöllur eru mjög erfiðar í framleiðslu, og rándýrar. Þær eru oftast uppsveigðar, til þess að auðveldara sé að sitja með hljóðfærið, og til að hljómurinn berist meira fram á við. Þegar staðið er með bassaklarinett er mælt með að notuð sé breið og mjúk hálsól, og þegar setið er með það er oftast pinni festur við bjölluna sem er látinn standa við gólfið til að auðvelda við spilamennskuna (það er vesen að spila þegar þumalfingur hægri handar heldur uppi fjórum kílóum).

Hljóðfærin tvö vinstra megin á myndinni spila niður á Des (lítil þríund fyrir neðan djúpa-E á gítar) og hin tvö sem eru hægra megin spila niður á B[es] (minnkuð fimmund fyrir neðan djúpa-E á gítar). Algengast er að ódýrari hljóðfæri spili niður á D eða Des og dýrari hljóðfæri spili niður á B[es]. Dýrari hljóðfæri, eins og nr. 1, 3 og 4 frá vinstri, eru oftast smíðuð úr afrískum svartviði eða ebóníviði, en ódýrari hljóðfæri eins og nr. 2 frá vinstri eru oftast smíðuð úr „resin”, sem er tegund af hörðu gúmmíi. Verðlag svona hljóðfæra er nokkurn veginn á bilinu 50.000 kr. (sum bandarísk resinhljóðfæri) upp í 1.000.000 kr. (Stephen Fox viðarhljóðfæri frá Kanada). Toppurinn í bassaklarinettunum er talinn vera þau frönsku Buffet-Crampon Prestige og Henri-Selmer Privilege og hljóðfæri hins ensk-kanadíska hljóðfærasmiðs Stephen Fox.

Steve Vai (25 álit)

Steve Vai Meistari mikill hér á ferð, eins og flestir gítarleikarar vita.

Veit einhver um klippu af honum æskilega á youtube að spila á þetta?

Epiphone (32 álit)

Epiphone epiphone lp custom með seymour duncan jb og jazz pikköppasetti..

líklega til sölu óska eftir tilboðum kemur með hardcase.

1985 Fender Stratocaster MIJ ´50s RI (26 álit)

1985 Fender Stratocaster MIJ ´50s RI Sælir.

Gleymdi alltaf að monta mig af fyrsta stratinum mínum.;)

Eins og titillinn gefur til kynna er þetta japanskur strat smíðaður 1985.

Hann er akkúrat smíðaður á þeim tíma sem Fender ákváðu að spýta hressilega í lófana hvað varðar fyrri frægð og gæði. Þetta er stuttu eftir að CBS seldi Fender til manna sem höfðu það að markmiði að endurreisa fyrri metnað sem einkenndi Fender fyrir CBS tímabilið (1965-1984 mynnir mig)

Fyrstu ár endurreisnar-tímabilsins voru eiginlega allir Fenderar smíðaðir í Japan, á meðan ný verksmiðja var að rísa í Fullerton USA.

Þessir hugsjónarmenn ákváðu að kaupa original ´54 stratocaster og sögðu japönunum að “svona viljum við smíða gítarana okkar”.
Þeir í Japan hófust handa, gerðu nákvæma eftir líkingu og þeir sem þekkja til Japanskra Fendera frá þessu tímabili vita hvað ég er með í höndunum.

Einn starfsmaður Fender í USA sagði eitthvað á þessa leið þegar fyrstu gítararnir fóru að berast til USA; “Við vorum dolfallnir yfir gæði þessara gítara og meira að segja einn starfsmaður til margra ára táraðist og sagði að þetta væri það sem Fender hefði átt að gera öll þessi ár” (eftir CBS).

Einmitt svona eintak er ég með í höndunum og hann gefur mörgum USA týpum nú til dags ekkert eftir, gefur þeim eiginlega bara puttann:)

kveðja Gunni Waage

Gamli góði (10 álit)

Gamli góði Þetta er Liberty 303. Fyrsti rafmagnsgítarinn minn, keyptur í Gítarnum árið 2002. Var svo heppinn að kaupa mér þennan í staðinn fyrir Crappolo. Hann er léttari en allir gítarar sem ég hef prufað í gegnum tíðina. Örugglega úr bambus eða sambærilegum við :D

Ibanez Rg builder! (10 álit)

Ibanez Rg builder! Nýtt gítarhönnunar dót ;) þetta er semsagt síða þar sem þú getur hannað þinn eigin Ibanez Rg gítar og fengið mynd af honum. þetta er helvíti skemtilegt stöff og gaman að búa til einn drauma RG gítar ;) tékkið á þessu hér: www.jemsite.com/vrg

að mér vitandi eru líka til tvær aðrar síður sem er með svona forrit. það er jackson síða sem býður uppá næstum öll módelin hjá Jacakson: http://www.jcfonline.com/resources/csgen/JCFCustomShop.htm
og svo er einhver japönsk síða hér sem er með allskonar stöff: http://www.nymphusa.com/kisekae/kisekaeE1.asp

Gibson voru reyndar líke með eitthvað svona en það beuð uppá rosa fáa möguleika og var leiðinlegt svo ég sleppi þvi að leita að því.

Til þess að save-a myndirnar úr forritinu verður maður að ýta á print screen takkann á lyklaborðinu sínu sem venjulega er staðsetur í efra hægra horninu. og svo fer maður í paint og paste-ar myndina sína þangað og þar sker maður hana til eins og maður vill og save-ar :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok