Sælir hugarar.

Ég hef átt við vandamál að stríða með stratocasterinn minn að gerðinni American Standard. Þegar ég spila á hann í VoxAc15 lampamagnaranum mínum þá kemur leiðinlegt hum-hljóð og það hættir um leið og ég snerti eitthvað járn á gítarnum. Þannig ég fór með gítarinn til Flemmings sem er mjög fær í að gera við hljóðfæri. Hann lagaði hann e-h til en sagði að hann hafi ekkert fundið neitt sérstakt sem var að honum. Semsagt það er ekki neitt ground problem. Er spurning um að fara bara með hann til gítarsmiðs eða hafiði eitthverjar hugmyndir um hvað gæti verið að og hvað ég ætti að gera? PS. þegar ég spila í magnaranum með öðrum gíturum er ekkert vesen með hljóðið. Þannig þetta hlýtur að vera bara Stratinn.

Bætt við 7. september 2011 - 20:08
Ég hef prufað að spila með slökkt ljósin í herberginu og fjarlægt öll raftæki. þannig það er ekkert í umhverfinu sem hefur áhrif.