Jámm, ég er að selja tvo gítara frá mér svo ég geti borðað eitthvað annað en núðlusúpur í vetur. Hér eru myndir af þessum elskum:

http://imgur.com/a/l4bB0/all

Sá fyrri er MIM Stratocaster. Classic series 60's Stratocaster heitir týpan og hann var keyptur í Hljóðfærahúsinu fyrir svona 3-4 árum síðan. Hann er nánast eins og nýr, nema hvað að þetta er ekki upprunalegi pickguardinn og það eru straplock á honum. Ég get alveg skellt upprunalegu pörtunum aftur á, ef þess er óskað.

Einnig get ég látið harða tösku fylgja með. Hún er orðin ansi sjúskuð, en það er bara flottara, ekki satt?

65.000 fyrir gítarinn og 70.000 með töskunni.

Seinni gítarinn er Seagull rafmagnskassi með cutaway: Seagull 25th Anniversary CW Flame Maple EQ. Ég mæli með að tékka á gagnrýni á gítarinn, því hann fékk mjög góða dóma. Hann er limited edition frá 2007 og er sándar alveg yndislega hvort sem hann er unplugged, mækaður eða tengdur beint í kerfi.

Hann fer sömuleiðis á 65.000.

Spjallið við mig hér, í PM eða í síma 8491638