Var að pæla hvort einhverjir hefðu áhuga á ða taka þátt í einhverskonar keppni? annaðhvort greinakeppni, myndakeppni eða jafnvel myndbandaekppni. Ég væri þá með huga stig í boði fyrir sigurvegarann, frá 100 til 500 held ég. Og svo ætlaði ég að kannski tala við hljóðfærahúsið eða tónastöðina um lítinn glaðning, eða gjafabréf uppá strengjapakka sem ég myndi líklega leggja út fyrir.

Og svo er það bara hvernig keppni?
Í sambandi við greinakeppni var ég soldið að pæla í greinum um sögu hlóðfærafyrirtækja. Eins og sögu Fender fyrirtækisins, eða Pearl, eða Ibanez eða bara hvað sem er.
Myndakeppni gæti þá annaðhvort verið Action myndir eða jafnvel græjumyndir. Bara flottusutu græjurnar. Það er samt kannski ekki beint samgjörn keppni en samt sem áður væri hún áhugaverð.
Myndbandakeppni fælist þá vitanlega í því að spila eitthvað og taka það uppá myndband.

Hvernig keppni líst ykkur á og hafið þið áhuga á að taka þátt?
Nýju undirskriftirnar sökka.