Þegar ég spila á gítarinn minn spila ég aðallega með neck pickup og meira af lægri tíðni en hærri stillta á magnaranum. Ég semsagt leitast eftir þessu svona “feita” og “hlýja” sándi. Þetta hefur það vandamál í för með sér að þegar ég er að plokka á háa E-strenginn (stundum H strenginn líka) þá vantar mjög upp á tóninn og volume. Þannig verður hljóðið mjög ójafnt eftir því hvort ég er að spila lægri eða hærri nótur.
Það sem ég vildi spyrja ykkur að: Er það svona vandamál sem compressor pedalar laga? Eru svoleiðis græjur hentugar til þess að fiffa þetta til.