Ætla að reyna þetta einu sinni enn:

MESA BOOGIE BOTTLE ROCKET - TIL SÖLU

Ætla að reyna að losa mig við þennan pedal einfaldlega vegna þess að mér finnst hann ekki alveg passa inn í það sem ég er að gera í hljómsveitinni minni (þar sem ég hef frekar lítið við það að gera að eiga meira en einn overdrive/dist. pedal.)

Þetta er semsagt gamla útgáfan af Bottle Rocket eins og þessi:

http://image.blog.livedoor.jp/nittty/imgs/d/5/d5e8c446-s.JPG

Hérna eru spec fyrir nýju útgáfuna sem mér sýnist vera rosa svipuð:

http://www.mesaboogie.com/Product_Info/Out_of%20_Production/V-1-BottleRocket/V-1BottleRocket.html

Ég veit ekki nákvæmlega hversu gamalt þetta eintak sem ég á er en pedallinn virkar eins og nýr. Eini útlitsgallinn er að önnur af skrúfunum sem heldur hlífinni yfir lömpunum er týnd. Ég keypti hann notaðann fyrir þremur árum síðan og teipaði bara hlífina við. Það er reyndar örugglega ekkert mál að fá nýja skrúfu en þetta fór aldrei í taugarnar á mér.

Hér er síðan að lokum umsögn um, að ég held, nýju útgáfuna:

http://reviews.harmony-central.com/reviews/Effects/product/Mesa%2FBoogie/V-1+Bottle+Rocket+Overdrive/10/1

Straumbreytir fylgir að sjálfsögðu með.

Ég er helst að leita að Visual Sound Route 66 pedal í skiptum.
Annars langar mig frekar að selja hann en skoða öll skipti.

Takk, takk.