Þannig er mál með vexti að ég á mjög nýlega Meinl cymbala og annar þeirra fékk í sig sprungu bara eftir nokkra vikna ævi sína. Er það eðlilegt? Ég held að ég hafi ekki verið með of strekkt á honum en ég er í húsnæði þar sem hitabreytingar eru örar og stundum er svolítið kalt þar inni. Hafa hitabreytingar og kuldi áhrif á líftíma diskanna? Ég spila by the way ekki mjög fast.

Síðan var ég að spá með notaða cymbala… Borgar sig að kaupa notaða cymbala þrátt fyrir að þeir séu aðeins ódýrari vegna þess að auðvitað er búið að stytta líftíma þeirra þegar maður fær þá í hendurnar?

Seinasta spurningin í bili er: Hversu langan líftíma hafa ykkar cymbalar að meðaltali og hvað eru trickin ykkar við að viðalda þeim?