Nú er ég búinn að eiga algjört drasl trommusett í eitt og hálft ár og ég er löngu orðinn nógu góður til að verðlauna sjálfum mér með aðeins betra setti.

Ég er að spá í að eyða í kringum 100.000 kr. í sett, það má fara aðeins fyrir ofan það og neðan og mega helst líka fylgja einhverjir diskar með. :D
Ég spila aðallega metal en einnig spila ég djass og blús.

Nú er það ykkar heimavinna: Þið sem vitið eitthvað um trommur eigið að finna fyrir mig ykkar kost með þessum takmörkunum. Hvað er besta settið sem ég gæti keypt nýtt í kringum hundraðþúsundkallinn?

Fyrirfram þakkir fyrir hjálpina, Sindri Niflhel.