Um daginn var hann pabbi gamli að segja mér frá því að þegar hann var yngri átti hann tólf strengja gítar og var víst bara nokkuð góður á hann. Ég hafði aldrei séð slíkt apparat og bað hann að sýna mér gripinn og þá hóstaði hann því uppúr sér með grátstafinn í kverkunum að hann hefði þurft að selja hann fyrir einhverju síðan…
Nú fór ég að hugsa þar sem gamli maðurinn er að verða fertugur eftir sirka mánuð eða svo, hvort hann yrði ekki ægilega glaður ef að við dæturnar myndum slá saman í notaðan tólf strengja gítar handa honum? :)

Þess vegna lýsi ég hér með eftir vel með förnum tólf strengja gítar á sanngjörnu verði. Endilega ef þið eigið slíkt undratæki eða þekkið einhvern sem er að leita að kaupanda að svona, megiði endilega láta mig vita, á þennan þráð eða bara að senda mér skilaboð.
Með fyrirfram þökk,
*Veela*