Sælir hugara!

Ég er nokkuð viss um að flest allir sem eru hér eiga sistkini.

Ég (á) 2(fósturbróður og hálf-systur). Og vitir menn! Þau eiga bæði hljómfæri!

B: 12 ára, rafmagns gítar
S: 7 ára, blokkflauta!

Núna hef ég verið að reyna að gera mig tilbúinn og undirbúa mig undir samræmdu prófin en get það ekki þar sem ég vakna við ískur eins og það sé verið og rífa hár af ketti og húsið titra! Svona er þetta allan anskotans daginn!

Ég er ekki pirraður afþví ég get ekki lært heldur afþví ég hata þessi óhljóð í þessum krakkabjánum!

Svo það sem pirrar mig mest er að það er skylda eða eitthvað fyrir systur mína að fá svona flautu þar sem hún er í öðrum bekk. Sem mér finnst alveg með afspyrnu hallærislegt!

Eru einhverjir fleirri sem eru í sama vandamáli eða hafa verið?