Á föstudaginn kemur (4 maí) verða árlegir tónleikar í félagsmiðstöðinni Hólmasel. Um er að ræða HÓLMSTOKK tónleikana en allur ágóðinn af þeim rennur til alnæmis-samtakanna. Hljómsveitirnar sem spila eru: Heróglymur, Coral, 3 G´s og giZmó, auk annarra skemmtiatriða. Svo ef þú hefur ekkert að gera á föstudaginn, sérð af þér 500 kr. í inngangseyri og langar á góða tónleika þá er þatta málið. Ekkert aldurstakmark og áfengi bannað. Dagskrá hefst klukkan 20:00 og stendur til svona 23:00-23:30 ef stemmning verður góð.