ÉG hef verið að spá í hvort að þeir tónlistarmenn sem hafi farið í gegnum official tónlistarnám geri eitthvað frumlegt. Mér dettur ekki í hug mikið af merkilegum tónlistarmönnum sem ég veit að hafa farið i gegnum slíkt, ég man eftir þónokkrum sem hafa kennt sér sjálfir eða verið kennt af ættingjum. Ætli tónlistarmenntun geri of lítið úr því að hvetja sköpunargáfuna? Mig grunar það. Ég er hins vegar viss um að það komi góðir *flytjendur* út úr tónlistarskólum en skapandi tónlistarmenn koma sjaldan þaðan.

Þetta eru náttúrulega bara pælingar í mér en það væri áhugavert að fá álit annarra á þessu og jafnvel nefna mér dæmi sem sanna að þetta sé vitleysa hjá mér.
<A href="