Ég er í stuði,búinn að koma með besta trommarann og af 34 svörum þá var ENGINN sammála mér og með besta bassaleikarann voru 2 af 14 svona dálítið sammála.
Núna ætla ég að toppa vitleysuna og spyrja hver besta hljómsveitin sé en það er mun erfiðara en að segja hver sé bestur á þetta hljóðfæri eða hitt og til að gera þetta en vitlausara þá er ég að meina besta hljómsveit ALLRA tíma, ekki bara í dag.
Ég er 20 ára strákbjáni sem fíla alla tónlist og ég á núna 396 diska og þeim fjölgar hratt(50 á ári),ég á held ég flestar svona key-plötur og það besta með því besta hvort sem það er klassík eða jazz eða 50s´rokk, bítlatíminn, gamla þungarokkið,progressive rokkið,pönkið,80s´þungarokkið(Trash),grunge,britt-poppið,techno eða future rokk og af þessu öllu hef ég aldrei fundið eins góða hljómsveit og The Beatles, þeir eru “flawless” áhrifamesta hljómsveit allra tíma, stoppuðu aldrei til að mjólka meira úr sömu beljunni, rosalega fjölbreyttir það var ekkert sem þeir ekki gátu hvorki rokk,popp,blús,sækadelic,music hall,þjóðlagatónlist eða annað,þeim mistókst aldrei það sem þeir reyndu,þeir áttu aldrei slæma plötu og ég held ekki að Lennon/McCartney tvíeykið verði nokkurn tíma toppað. Ég skrifaði að þeir væru flawless þegar perfekt er mun jákvæðara en það er enginn fullkominn td þá voru Bítlarnir ÖMURLEGIR á sviði og spilamennskan hjá þeim var fín en þeir eru algerir amatörar samanborið við td Zeppelin,Who,Stones eða Cream.
The Beatles eru hljómsveitin sem allar hljómsveitir eru og verða bornir saman við, núna síðast Oasis(vinsældir) og fyrir stuttu Radiohead(gæði) en þær verða aldrei betri. Eru Radiohead snillingar? Ef til vill. Eru þeir góðir? Vissulega Eru þeir jafn góðir og Bítlarnir ? Hell no! Ef Radiohead væru eins góðir og Bítlarnir hefðu þeir gefið The Bends og Ok Computer út sama árið en tíðarandinn er líka breyttur.
Annað sætið er ég ekki viss um, ætli það sé ekki Stones og þá ætti þriðja sætið óneytanlega að fara til the Who.
Ég veit að þetta er allt eldgamlar hljómsveitir en ég veit ekki um neinar sem mér finnast betri.(Tónlistarlega séð auðvitað)