Halló!!

Ég er í hljómsveit sem kallast Eat Tobacco, þið hafið kannski lesið um hana hér forðum þegar ég skrifaði um okkur á Metal áhugamálinu.
En hvað með það við erum með æfingarhúsnæði á Dalvík sem við fengum að hafa út af fyrir okkur. Auðvitað var allt í drasli þegar við fengum það en við gerðum það upp s.s. sparsa í sprungur og göt, laga til, henda massa af drasli, mála og settum upp ofn til að hita húsið upp.
Við erum ekkert búnir að vera að æfa mikið upp á síðkastið en við reynum því trommarinn má ekki sitja vegna bakmeiðsla.
En maðurinn sem lét okkur fá húsnæðið og ræður yfir þessu öllu kemur til mín í hljóðfærabúð einn daginn og talar við mig. Hann spyr hvernig gangi og hvort við séum búnir að vera að æfa og svoleiðis, og ég segi eins og er. Og hann segir að það séu tvær hljómsveitir á Dalvík sem eru að leita sér að húsnæði og það séu þrjú í boði.
nr1. Okkar, nr2. húsnæði sem leikfélagið er staðsett, nr3. það sem Blackout eru með en nota ekki út af því að þeir eru í skóla.
Önnur hljómsveitin fékk nr.2, Eg veit ekki um Blackout en það eina sem er eftir er okkar.

Hin hljómsveitin er samansett að tveim eða þremur píkum sem eiga ríka foreldra og Karaoke hljóðkerfi, og þaær vilja geta æft sig fyrir söngvakeppni Samfés eða eitthvað.
Svo gaurinn segir við mig að við verðum að deila okkar húsnæði með þeim og ef við getum það ekki þá verðum við að víkja og DRULLA okkur út.
Við erum menn sem ætla ekki að þurfa að gera æfingarplön eða taka hljóðfærin heim eftir hverja æfingu. Ég sem er búinn að vera að kaupa mér dýrar græjur og hljóðfæri og eyða mínum eigin peningum í viðhald á húsnæðinu. Við máluðum meira að segja suðurríkja fánann á vegginn.
Við ætlum að berjast fyrir því sem er okkar!
Geta pussurnar ekki bara æft sig heima?

Ég vil endilega heyra ykkar álit á þessu.
Lifir Rokkið eða Karaokið?

Kv. Rainmaker

“Regnið er það sem gerir okkur blaut”
Unas Hath Taken Possession of the Hearts of the Gods.