Þar sem ég hef ákveðið að hætta alfarið afskiptum af leikjaþjónum Símans hefur nýr aðili verið fundinn til að taka við.

Ég vil bjóða hann Daníel(Danna BMP) velkominn í starfið. Hann tekur við öllum skyldum og störfum stjórnanda skjálfta frá og með deginum í dag. Það er staðföst trú mín að hann muni sinna þessu af miklum áhuga og gera þjónana enn betri en þeir eru í dag.

Rconar munu finna fyrir breytingum þegar lengra líður frá þessum umskiptum.

Over and out.
Konni

p.s
ég læt einfaldlega af störfum vegna þess að ég er að berjast við illvígt krabbamein og hef engann tíma lengur til að sinna þessu. Ekkert drama eða emo að öðru leyti sem veldur þessu.