Skjálfti 3 | 2001 verður haldinn 24-26 ágúst í íþróttahúsi Breiðabliks, Kópavogi.

Mótsgjald er krónur 3000 eins og á síðustu mótum, en þeir sem eru með leikjaáskrift Símans Internets fá 1000 króna afslátt og greiða því 2000 krónur. Ein breyting verður þó, þar sem greitt verður sérstaklega fyrir boli (500 krónur), en fólk getur hakað við í skráningu hvort það vill bol eða ekki.

Skráning á mótið verður 1-10 ágúst. Við viljum benda fólki á að vera tímalega í skráningu, fjöldi þáttakenda er takmarkaður og færri hafa komist að en vildu undanfarin mót.
Athugið er að NAUÐSYNLEGT er að hafa eftirfarandi upplýsingar réttar ef þið eruð að skrá fleiri aðila:

Nafn einstaklings
kennitala
símanúmer
netfang
clan
er viðkomandi með leikjaáskrift hjá Símanum Internet
clanleader (aðeins fyrir CS)


Keppt verður í eftirfarandi greinum á mótinu:

Half-life:
-Counterstrike

Quake 2:
- Action Quake TP
- Action Quake FFA

Quake III Arena:
- Deathmatch Teamplay
- Capture The Flag
- 1 on 1

Unreal Tournament
- Free for all
- CTF

Fyrir hönd Skjálfta-p1mpa,
Bandi