Þið heyrðuð rétt, slatti af adminunum eru komnir hingað inn í hús með tölvur og allar græjur og eru tilbúnir í massaðan undirbúning.

Við erum 9 talsins og erum að skipurleggja sætaröðun, switcha-staðsetningar, uppröðun á borðum, setja upp servervélarnar og margt fleira.

Þegar skráningu líkur svo á morgun mun þetta allt fara í gang, borðin sett upp eftir fjölda leikmanna og allt heila klabbið.

Ef þú átt eftir að skrá þig og langar ofur mikið að koma þá mæli ég með því að þú skráir þig inn á www.lanmot.is eins og skot.
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius