Heil og sæl.

Núna virðast hlutirnir vera komnir á fullt skrið þar sem netsamband er komið í hús, serverarnir allir að komast í gagnið (tveir þeirra krössuðu í gær :S) og er verið að tryggja að rafmagnið bregðist ekki, dísel rafallinn er fyrir utan og þetta virðist ætla að koma upp.

Ég og Ívan sátum í um 3 tíma í gær að raða liðum á borð og gera þetta frábæra kort fyrir ykkur og má finna það á www.lanmot.is/saetaskipun.JPG og vonandi er þetta vel gert hjá okkur.

Annars erum við bara að vinna á fullu á admin borðinu og allt komið á fullt skrið eins og ég sagði. Þó gæti verið að þeir sem að mæta klukkan 14:00 megi ekki tengja sig við fjöltenglanna alveg á mínútunni þar sem við erum enn að tryggja rafmagnið, þó vonum við að það verði búið áður en húsið opnar.

Sjáumst hress klukkan 14:00
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius