Jæja loksins hefur maður tíma til að henda fréttum hérna inn.

Er þetta efni tekið beint af www.truflad.net, er greinin að sjálfsögðu eftir mig :)

Mun ég kom með margar fréttir hérna í einum pakka.

Xtreme-Online
hafa gefið upp bátinn. Þeir segjast ætla taka sér pásu og hafa meðlimir liðsins byrjað að dreifa sér milli klana landans. GG boys í billi og until next time!

Haste nældu sér í Adda Stalz, og er það gífurlegur styrkur í þeirra raðir.


Einnig náði Haste sér í Gugga Primate sem virðist eiga í gífurlegum erfiðleikum með að halda sér í einu liði í langan tíma, var hann nýlega innan herbúða rws, sharpW,demo en samt sem áður sterkur spilari sem getur gert andstæðingum sínum erfitt fyrir.

Skyndilegur metnaður innan Haste, það er gaman að sjá :)

Team-Cuc urðu fyrir þeim missi að 2 af lykillmönnum þeirra þeir Ómar og Goater hættu (endust ekki lengi)

New Tactics
var ekki lengi að fá þessa stráka til sín (Ómar og Goater), þurfa þeir víst að sanna sig innan liðsins þar sem hellingur er að quality spilurum.

Sagði Dredinn þetta um málið:

"Þetta eru náttúrulega mjög góðir og efnilegir spilarar, en þeir verða að sanna sig fyrir liðinu, það verður ekkert labbað inn í starting 5, hér þurfa menn að vinna fyrir því.
Stimmi er maður sem ég tel persónulega get orðið einn sá besti á klakanum og til að vera það, er það mjög líklega rétt hjá honum að hætta þessu endalausu klanstofnunum á sínu einka “cuc” liði og spila reglulega með liði með metnaði.
Ómar aftur á móti þarf að sanna fyrir sig fyrir cs-samfélaginu, ég vona að hann geri það og einnig fyrir sínum nýju liðsfélögum.
Takk fyrir
"


Jæja ætla segja þetta gott í billi þar sem ég hreinlega nenni ekki að skrifa meira, og þar sem engin sækir um í fréttaritara með mér, verð ég einn hérna með þetta reglulega blogg mitt um top 10 klönin sem ég ætla að reyna gera reglulegt, og að reyna að rembast eins og Dúfa við Ljósastaur að skrifa esports fréttir af klakanum.

Takk fyrir