Jæja ákvað að taka viðtal við manninn sem sér um deildina hér í Janúar og spyrja örfárra spurninga.

Spenningur er í fólki eftir mótinu þar sem mörg lið eru víst komin með blóðbragð í munninn að fá að spila og sanna sig, eftir greinina um top 10 liðin á klakanum!


Dr3dinn :Jæja nú fer manni að klæja í punginn eftir einu hörku online móti sem hefst 4. janúar. Hvernig gengur undirbúningur?

gudni|deildin: - Þetta gengur allt mjög vel, erum að reyna ýta á eftir spilurum í
#Cheat-Scanner.is þar sem það er skilda í þessu móti.

Dr3dinn : Spenningur myndaðist vegna seeds, einhverjar áhyggjur af því?

gudni|deildin : Engar áhyggjur, við vorum 5 sem seeduðum og það var lagt saman, 2 lið hættu útaf seedu, en ekkert mál var að fá lið í þeirra stað.


Dr3dinn : Hvernig undirbýrðu þig andlega fyrir þetta?

gudni|deildin: Það er engin andleg undirbúing :P Fer bara beint í þetta, ekkert vandamál.


Dr3dinn: Hverjir munu sponsora og stjórna mótinu?

gudni|deildin: - Styrktaraðilarnir eru frábærir, þeir eru gamla góða Netsamskipti, Tölvuvirkni, þeir hafa styrkt okkur frá upphafi. Og svo Sniper.is sem styður okkur með hýsingu á heimasíðu, er ekki viss með meira frá þeim.
En Stjórnendur eru aðalega ég og Malli, svo er Sony og Halfdan(Njóli) sem hjálpa okkur líka.


Dr3dinn : Viltu gera það fyrir okkur að hlusta ekki á idíota sem vilja breyta öllu í miðju móti?

gudni|deildin: Ég hef alltaf reynt að halda mig við það að breyta ekki neinu. Og það er það sem ég stefni á í þessu móti líka.


Dr3dinn : Eitthvað frá þér, til að enda þetta?

gudni|deildin: - Bara endilega fylgist með á ircrásinni okkar #Deildin :) Og drullið ykkur í scann þið sem eigið eftir að fara!


Þakka Guðna fyrir þetta stutta viðtal og hvet fólk að fara í scan, ekki eins og þetta taki langan tíma eða sé vesen!

Eigið góðar stundir

Minni á www.truflad.net þar sem efni mitt kemur fram og reyni að henda minnsta kosti 1 greini á dag.

Síðan deildarinar er http://flippad.sniper.is/