Fahrenheit Fahrenheit er leikur sem er nú í þróun hjá <a href="http://www.quanticdream.com“>Quantic Dream</a>. Leikurinn gerist í New York í náinni framtíð.

Lucas Kane er ósköp venjulegur borgarbúi. En kvöld eitt fær hann skyndilega óstöðvandi þrá til að drepa, líkt og einhver stjórni honum. Hann fer á salernið á veitingastað, sker í sig undarleg tákn og myrðir fyrstu manneskjuna sem gengur inn. Eftir þetta er löggan ávallt á hælunum á honum.

En það sem Lucas veit ekki er að fleiri morð hafa verið framin undanfarið, öll á sama hátt. Morðingjarnir virðast ekki tengjast á neinn hátt, og enginn þeirra hefur verið á sakaskrá. Og til að toppa það allt er hitastigið í New York sífellt að lækka, eins og niðurtalning að einhverju…

Quantic Dream hefur áður gefið út Omikron: The Nomand Soul. Sá leikur var vanmetinn, þrátt fyrir að vera lofaður og verðlaunaður fyrir tækni og hönnun.

Síðan þá hafa Quantic Dream legið í dvala og unnið að þrívíddarvélinni sinni, ICE. Þessi vél er án efa sú fullkomnasta sem finnst í dag, og mun hún keyra alla framtíðarleiki Quantic Dream. Vélin hefur verið í þróun í rúm 2 ár, og Quantic Dream mun halda áfram að bæta við hana og breyta á meðan þróun Fahrenheit stendur yfir.

En Fahrenheit er þó ekki venjulegur tölvuleikur frekar en tæknin bak við hann. Quantic Dream ætla sér að gefa leikinn út í kaflaskiptu formi, þannig að þeir geta einblínt betur á hvern þátt leiksins fyrir sig. David Cage, stjórnandi verkefnisins, útskýrir: ”Fahrenheit verður leikur sem fólk getur keypt í hvaða verslun sem er, nema að það er að fá leik sem notar nýjustu tækni á verði tveggja-ára gamals leiks, í hverjum mánuði.“ Með þessu móti er verið að koma til móts við viðskiptavinina, og í kjölfarið fær Quantic Dream meiri tíma til að fullkomna hvern þátt fyrir sig og vinna að vélinni. Einnig verður með þessu móti hægt að nýta til fulls hæfileika ICE-vélarinnar, þar sem að nýjasta útgáfa hennar verður með hverjum kafla leiksins.

Fahrenheit lítur út fyrir að geta breytt sýn okkar á tölvuleiki. Ef Quantic Dream getur sýnt fram á að fólk vilji svona leiki, getur vel verið að þeir haldi áfram með leikinn í fleiri seríum eða fái tilboð frá öðrum hönnuðum og útgefendum.

Fyrsti kafli leiksins er væntanlegur seinni hluta ársins 2002 á PC. Leikurinn er einnig væntanlegur í byrjun ársins 2003 á PlayStation 2 og verið er að ræða við Microsoft um dreifingu leiksins á X-Box.

Heimildir og tenglar:
<a href=”http://www.fahrenheitgame.com“>Heimasíða Fahrenheit</a>
<a href=”http://www.quanticdream.com“>Heimasíða Quantic Dream</a>
<a href=”http://gamespot.com/gamespot/stories/news/0,10870,2831486,00.html">Umfjöllun á GameSpot auk mynda</a