Sæl veriði.

Ég fékk póst frá ákveðnum jaMaica meðlimi sem kom með ágæta tillögu, gera pistil vikunnar. Hann kom með hinar ýmsu hugmyndir sem ég hef hér með ákveðið að taka að mér.

Ég er mikið búinn að spá í hvernig ég gæti gert þetta sem mest áhugavert fyrir ykkur notendurna. Það fyrsta sem ég ætla að gera er að velja 7 aðila (ásamt mér) til að kjósa topp 15 liðin á Íslandi (svona svipað og diG listinn í den). Þetta gæti eflaust skvett köldu vatni á fólk og látið það hysja upp um sig buxurnar til að standast þær kröfur til að komast á þennan lista, gert þetta samfélag okkar meira spennandi.

Einnig er það spurningin að taka fólk í viðtal og kannski gagnrýna myndbönd, sýna myndbönd og margt annað.

Þó vegna mikilla anna í skóla þá get ég ekki farið að vinna í þessu fyrr en næstu helgi svo þetta má eiginlega kallast fyrsti pistill /hl þessa vikuna.

Ég vona að fólk taki vel í þetta og sendi mér ábendingar og annað áhugavert.

- Andri
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius