Halló halló.

Ég ætla að byrja þetta á að þakka öllum fyrir gott og skemmtilegt mót þótt ýmsir erfiðleikar hafi átt sér stað á byrjun mótsins.

Þetta er þó engin afsökunargrein eða nöldursgrein varðandi leiðinleg mál sem gerðust á mótinu. Miða við fyrsta mót hjá óreyndu adminteymi þá fannst mér þetta alveg stórglæsilegt mót. Einnig vil ég nýta tækifærið og þakka öllum sem ég vann með í þessu móti, þetta hefði klárlega floppað ef þið hefðuð ekki verið þarna (þið vitið hver þið eruð) ætla þó að nefna Hlyn Netscream og Baldur Teknique , þar sem aðild þeirra að mótinu var svo MIKLU meiri en annara sem hjálpuð til, legg til að allir knúsi þá næst.

Einnig vil ég líka leiðrétta þann leiðinlega misskiling um að Seven hefðu ekki gert neitt nema verið með leiðindi á laninu, sumir í þessu liði eru nefninlega hæfir um að ræða við aðra ánþess að vera með stæla og leiðindi (ótrúlegt en satt) og án þeirra hefði ég t.d. fokkað upp bracketinu enþá meira ef þessir aðilar hefðu ekki bent mér á vitleysuna mína og þakka ég kærlega fyrir það.

Það mun ekki vera svona miklar tafir á næsta móti eins og þessu (já ég get svosem staðfest það að það verður aftur mót) því servervélarnar eru uppsettar og nokkurnvegin klárar fyrir næsta mót, mömmurnar (mother switcharnir) verða ekki fastir í töllinum næst þar sem Kísildalur er núna með þá klára á lager og verður farið vandlega yfir rafmagnið næst og rætt hvernig best meigi hindra rafmagnsbilun eins og á þessu móti.

Einnig verður vel skipurlaggt hver mun gera hvað og verða hlutir eins og bracket, reglur, seeds, sætaskipun á staðnum mikið lagað og bætt.

Annars held ég að þetta sé allt komið og ekki annað hægt að gera en að óska þeim liðum sem stóðu sig vel á þessu móti til hamingju með árangurinn.

Hér eru verðlaunasætin:

1. Sæti: Seven, sem unnu 100þús kr. inneign hjá Kísildal
2. Sæti: Celph, sem unnu 40þús kr. inneign hjá Kísildal og tvo kassa af Egils Orku
3. Sæti: rws, sem unnu 20þús kr. inneign hjá Kísildal og tvo kassa af Egils Orku

4. Sæti: `88
5-6. Sæti: nVa
5-6. Sæti: touch
7-8. Sæti: GD
7-8. Sæti: Rugaming
9-12. Sæti: cuc
9-12. Sæti: Demo
9-12. Sæti: Haste
9-12. Sæti: Sharpw
13-16. Sæti: Scump
13-16. Sæti: MSI
13-16. Sæti: Oz
13-16. Sæti: Scorpion
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius