Ný Íslensk E-sports síða Íslensk E-sports síða hefur verið sett upp á Half-life.is. Þetta er sjálfstæð síða sem kemur til með að flytja fréttir frá innlendum og erlendum mótum.

Þessi hugmynd kom frá notendum síðunnar, en mörg pm á irc og tölvupósta með ósk um að hafa E-sports síðu inn á Half-life.is hafa borist, að ákveðið var að hefjast handa við að hanna E-sports síðu. Undanfarnar vikur hafa verið mjög skemmtilegar við gerð þessara síðu þar sem þetta er í fyrsta sinn sem aðstandendur síðunnar taka að sér slíkt verkefni.

Vonast er til að þessi síða verði tekin með opnum örmum og notendur hafi gaman af.

Enjoy www.half-life.is