Komiði sæl og blessuð cs spilarar fjær og nær.

Ég ákvað að taka mig til að skrifa eins rýni þar sem ég er nú ekki búinn að vera mjög activur í þeim málum.

Nú myndin sem ég ákvað að taka í gegn í dag er Art Of AWP – Icelandic Version. Þessi mynd sem er eftir JoiG skartar nokkur af flottstu AWP fröggum sem hafa verið tekin upp. Endalaust af fólki í þessari mynd sem ég nenni ekki að telja upp en þó fólk frá klönum eins og Drake, Demo og mTa.

Myndin byrjar mjög vel, gæðin lofa góðu en þó skrítið að þetta sé Widescreen þar sem örugglega margir eru bara á plain túbu skjáum eins og ég. Þetta er þó ekkert neikvætt þar sem þetta virðist ekki hafa nein mikil áhrif á gæði myndarinnar. Bannerarnir uppi og niðri lofa líka mjög góðu þar sem þeir eru ekki allir sullandi í ljótum Photoshop effectum og skera sig þar með ekki mikið út. Kynningin á spilurunum er líka mjög nett og þægileg þarna efst í vinstra horninu.

Tónlistin er aftur á móti ekkert til að hópa húrra fyrir. Sum lögin eru í allveg ógeðslegum gæðum og er það eins og þú sért að hlusta á útvarpsstöð sem næst ekki alveg (gott dæmi í intro laginu og svo þegar “boom, here comes the boom” parturinn kemur).

Syncið er heldur ekkert að meika það. Tónlistin skipt út liggur við í miðri setningu og maður dettur alltaf út þegar skipt er um lag. Stundum er hljóðið líka mikið eftirá í myndinni eins og skothljóðið kemur á eftir skotinu sjálfu og svo framvegis.

Nú fröggin boosta myndina svoldið upp. Þó sum þeirra séu ekkert merkileg koma nokkur sem maður getur bara sagt “úff” yfir. Fröggin hefðu stundum mátt njóta sín svoldið þar sem kom kannski rosa flott fragg svo var bara skipt yfir í næsta og maður gleymdi fragginu bara.

Svona í heildina litið er þessi mynd hin fínasta afþreying og gef ég henni því 7 af 10 mögulegum.

Þið getið nálgast myndina hér: http://deildin.half-life.is/cs/movies/Art%20of%20AWP.rar

—-

Ef þú vilt láta gagnrýna myndina þína geturu sent mér hugaskilaboð eða haft samband við mig á ircinu, ég er oftast á #Counter-Strike.is og #VON
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius