Langt síðan ég hef gert eitthvað hérna og það var búið að biðja mig að gera svona viðtals pakka þar sem ég myndi taka viðtal við nokkra leikmenn úr þessum helstu liðum á klakanum

Ég byrjaði á því að taka sameiginlegt viðtal við seven|andrig og seven|romimRevoLveR: Jæja sælir félagar, það eru svona flestir sem þekkja ykkur og liðið ykkar seven, en fyrir þá sem þekkja ykkur ekki væruði til í að skjóta smá upplýsingum um ykkur sjálfa og liðið ykkar ?

andrig: Hey, ég heiti Andri Gunnarsson og er 17 ára, ég er búinn að spila með seven í yfir 2 ár á ýmsum mótum hérna heima og jafnframt erlendis. Þeir sem spila fyrir hönd seven eru deNos, andrig, romiM, Spike og Entex, eins og stendur sjá Rannveig ‘Lilo’, Lee Bannister og Tom ‘Ct-R’ um að hjálpa okkur með þann stuðning sem við þurfum á komandi ári.

romim: Sæll, Guðmundur Helgi heiti ég og betur þekktur sem romiM í þessu samfélagi. Maður var að henda sér á 18 árið nýlega og er líklegast bara venjulegur drengur svona eins og gengur. Ég geng í Iðnskólan í Reykjavík með 4 öðrum meðlimum í seven en planið er að stefna á FÁ með andrag næsta vetur. Ég er búinn að vera í seven núna í rúmlega ár og ég held að það geti ekkert toppað að fá að spila með þessum herramönnum!RevoLveR: Hvernig kynntust þið Counter-Strike og hvað hefur drifið ykkur áfram í gegnum tíðina í spiluninni ?

andrig: Hjá félaga mínum Axeli fyrir 4 árum, ég byrjaði fyrst að spila heima hjá mér fyrir um það bil 3 árum, ég hef mér ákveðin markmið og það sem hefur drifið mig er að ná þeim markmiðum, ég hef náð einhverjum þeirra en það er nóg framundan, þetta kemur í litlum skrefum Public -> Scrimma -> Gera sér nafn heima -> Gera sér nafn úti -> Stækka við sig og gera sér ennþá stærra nafn. Sumir sætta sig við að spila leikinn, aðrir stefna á toppinn. Allt þetta er ekkert létt, mikil vinna, erfiði og metnaður við það sem maður ætlar sér.

romim: Það var félagi minn Ívar (Ulti) sem kynnti mér fyrir leiknum, ég var mjög lélegur fyrst og frekar lengi, svo fékk ég séns á að spila með mönnum sem kunnu leikin vel og varð fljótt góður. Markmiðið núna er að verða stórt nafn erlendis og ‘meika’ það úti og nátturlega bara halda sig við seven með þann hóp sem við erum núna með.RevoLveR: EF þið ættuð að pikka út top5 spilara í heiminum, hverjir væru það og hvert haldiði að sé “the ultimate” liðsuppstilling til að lið sé að virka ? t.d 1 awp 2 sóknarspilarar og 2 varnar ?

andrig: Held að það sé ekkert Ultimate blanda sem gæti sigrað allt og alla bara útaf hvernig þeir stilla upp, það er svo miklu meira bakvið leikinn heldur en það. En ætli algengasta blandan sé ekki 1 AWP, 1 teamleader, 2 allround spilarar og einn ofurspilari, myndi segja að þessi sé sú árangursríkasta. Top5 spilararnir sem ég myndi vilja sjá saman í liði væru dsn, Hyper, zonic, Solo og Blizzard.

romim: Ég mundi velja Jungle(wNv), f0rest(fnatic), Hyper, LeX(Virtus.pro), zonic(NoA) Auðvitað mundi meistari Hyper sjá um að calla plönin og leyfa zonic og LeX að njóta sín með awp öðruhverju, annars mundi ég spila þvílíkt aggresive bæði sem CT og Terr.RevoLveR: Nú er mikið talað um að Counter-Strike samfélagið á Íslandi sé að deyja, allir góðu spilararnir séu að hætta o.s.frv, hvert er ykkar álit á þessu ?

andrig: Skemmtilegt að aðallega þeir sem halda þessu fram eru meðal spilarar, og það er langmest af meðal liðum hérna á klakanum. Svo lengi sem fólk er að spila leikinn sama, þá sé ég ekki hvernig það hefur áhrif á þá keppnislega séð, heldur eru það bestu liðin sem eru mest særð útá æfingar hérna heima. En þetta er bara the circle of life, bráðum koma vonandi fleiri lið og stíga upp.

romim: Hmm ég tel að það séu bara kynslóða skipti, ótrúlega mikið af ungum spilurum að stíga sín fyrstu skref í leiknum núna, þótt margir fái tölvur í fermingargjöf og byrji í source þá efast ég að þetta samfélag deyi nærrum því strax, bara nýir gaurar taka við :)RevoLveR: Hver eru svo áform seven á árinu 2006? Einhverjir CPL qualifiers eða eitthvað álíka ?

romim: Stefnan er að reyna fara á bæði DreamHack og CPL Summer til að starta góðu sumri svo veit maður aldrei hvað gerist, time will tell.

andrig: Stefnan er sett á vonandi tvö erlend lön Dreamhack sem er fyrsta WSVG mótið, og CPL Summer í Dallas. Vonandi gengur þetta eftir.RevoLveR: Þar sem að þið stefnið víst á tvö erlend mót, hvernig er fjárhagurinn og hvernig ætlist þið ykkur að fara út - borga sjálfir?

andrig: Eins og staðan er þá erum við að vinna 100% að því með nýja hópnum að bæta við okkur hjálp, fjárhagslega séð til að gera okkur kleift að ferðast í sumar. Við viljum kærlega þakka fólkinu bakvið okkur og vonandi gengur allt okkur í haginn á þessu ári.

romim: Fjárhágurinn gæti verið betri, enda fengum við í hóp með okkur duglegan hóp af fólki sem er á fullu núna í að vinna að þessum málum fyrir okkur, sumt ætti að skýrast út á næstu dögum svo just stay tuned! :)RevoLveR: Þar sem þið eruð nú Skjálfta meistarar og virðist með sterkasta liðið á klakanum um þessar mundir, eruð þið með einhver góð ráð handa þeim sem er komnir svona semi-langt í leiknum sem gæti bætt getu þeirra í leiknum ?

romim: Haltu þig við þitt lið, haldið móralnum góðum og hafðu gaman af því að spila! Svo nátturlega æfa sig nóg :-)

andrig: Metnaður er alveg 1-2-3, sama hversu erfitt það er reyndu alltaf, það er ótrúlega erfitt að halda sama liðinu og ekki bara spila, spilaðu með markmið.RevoLveR: Spilið þið einhverja aðra leiki, fyrir utan Counter-Strike ?

romim: Ég spila mikið quake3 með strákunum í seven og félögum mínum, svo spilar maður ýmsa leiki á lani bara til að drepa tímann:)

andrig: Við spilum allir Quake3 saman nema Frikki online, á lönum fiktum við í öllu frá a-ö.RevoLveR: Þið seven menn hafið verið með ykkar eigin LAN-aðstöðu í töluverðan tíma núna, mynduð kannski segja lesendum aðeins frá því ?

andrig: Þetta er semsagt gömul íbúð útí bílskúr hjá mér sem við rændum. Þetta skiptist í tvö herbergi, eldhús og tölvuherbergið þar sem við erum með aðstöðu fyrir okkur alla. Eldhúsið er með það venjulega, sófa, sjónvarpi, ísskáp ofl. Við spilum alla mikilvægu leikina okkar þarna, eins og t.d EuroCup leikina og reynum sem oftast að LANa þarna þegar tími gefst.

romim: Hehe, seven crib eins og við köllum þetta, yndislegt place sem hægt er að gera allt milli himins og jarðar, meiri sinna sofa þarna!RevoLveR: Jæja þá vil ég þakka ykkur fyrir þetta skemmtilega spjall, any shoutouts til lesenda www.hugi.is/hl ?

romim: Ég þakka fyrir mig og endilega hanga á #clan-seven fyrir mig

andrig: Takk fyrir mig, endilega fylgist með á komandi mánuðum og vonandi styðjiði okkur gegnum árið bæði heima og erlendis.