Á morgun miðvikudaginn 8.febrúar munu Íslenska CS landsliðið mæta þeim bestu frá Finnlandi.

Miklar sviptingar hafa verið í íslenska liðinu að undanförnu en eins og flestir vita drógu leikmenn seven sig út úr landsliðinu vegna mikillar gagnrýni í þeirra garð.

Enginn annar en Vignir “WarDrake” Vignisson tók við fyrirliðastöðunni af seven|sPiKe. Þetta er breying sem margir hafa lengi viljað sjá en köldu hefur blásið milli ward og spike.

Í tilefni af þessu fannst mér við hæfið að taka WarDrake smá tali.

RevolveR: Nú tókst þú við fyrirliðastöðu íslenska counter-strike landsliðsins, hvernig þróaðist þetta mál þannig að þú tókst við liðinu ?

WarDrake: Tja vildi nú bara þannig til að seven ákvað að draga sig úr .is eins og allir vita, og strákarnir vildu endilega fá mig inn, ég var soldið efins fyrst en sló þessu bara í kæruleysi enda vænn hópur og sé ekki eftir þeirr ákvörðun.

RevolveR: Hvaða möguleika helduru að þið eigið í þessum sterka riðli ?

WarDrake: Ég hef auðvitað trú á okkar mönnum og vonandi komumst við áfram, Danir auðvitað þrusugóðir sama gildir um Finnana og einnig Belga en þeir unnu nú Finna hérna um daginn. Með smá samhæfni og örlitlum metnað þá tel ég að við eigum góða möguleika að komast áfram. Vonum hið besta bara :)

RevolveR: er lið morgundagsins ákveðið ?

WarDrake: Það verður blibb,WarDrake,entex,CritiCal og Vargur

RevolveR: Nú þegar seven menn eru horfnir á braut, ætlaru að taka inn einhverja fleiri í landsliðið ?

WarDrake: Við ætlum að tala saman eftir leikinn vs finnum en það má búast við að fá 1-2 nýja limi inn, svo við lendum ekki í manneklu.

Vil þakka Vigga WarDrake fyrir þetta spjall!


Ísland [00:00] Finnland
Íslands lineup: WarDrake Vargur CritiCal entex blibb
Finndland lineup: TBA
HLTV:hltv001.games.inet.tele.dk:27067
kort: de_inferno
kl: 18:00

http://hltv.org/?pageid=12&matchid=67016