Ég er nú þegar búinn að birta fjögur af þeim fimm liðum sem var spáð í topp5 fyrir mótið sem hefst í dag kl 15:00. Við skulum líta á spánna í heild sinni og umfjöllun um þá sem verma sæti sem kennt er við númer 1.

- seven (74 stig)
- diG (63 stig)
- saj.euow (33 stig)
- NoName (28 stig)
- rws (13 stig)

Ég þakka öllum þeim sem hafa lesið og commentað á póstana og síðast en ekki síst allir þeir sem lögðu hönd á plóg með því að leggja inn atkvæði sitt en þeir eru:

- ice ~ entex
- (diG)fixer
- (diG)Rocco$
- Exile | Azaroth
- Exile | Aztro
- KotR - Nori
- KotR - Spencer
- pRossi is rws
- Bandit is rws
- saj.euow ~ goltti
- saj.euow ~ centrax
- seven|andrig
- seven|roMim
- NoName|lanzo
- NoName|zyth
- teamduality ~ manius
- teamduality ~ eyki

En jæja, þá skulum við kíkja á þá sem lentu í 1 sæti.

-

1. seven (74 stig)
andrig, deNos, mexican, sPiKe & roMim

Það kemur kannski ekki á óvart, en seven mönnum er spáð sigri á mótinu. Þetta lið hefur verið að sækja í sig veðrið statt og stöðugt og núna eru þeir loksins komnir þangað sem þeir stefndu, í topppakkann. Nýjasta viðbót liðsins, sPiKe, gerir ekkert nema gott fyrir liðið og það lítur vel út á pappírnum.

Liðið er búið að undirbúa sig vel fyrir komandi mót með því að lana og þvíumlíkt en liðið stefnir að því að fara út að spila í Englandi í byrjun janúar ef mig misminnir ekki. Margir setja þó stórt spurningarmerki við Mexican, sem er frekar lítt þekktur og hann skaust upp á tindinn þegar hann kom til liðs við seven. Það hvílir mikil pressa á honum að floppa ekki þegar út í alvöruna er komið.

Þrátt fyrir það er liðið skipað spennandi leikmönnum á borð við roMim, andrig, deNos og landsliðsfyrirliðanum sPiKe. Þeir hafa æft stíft og ætla sér sigur á þessu móti og skv. þessari spá hefur fólkið trú á því að það gerist. Við óskum seven góðs gengis á gamers mótinu!