Hæhæ.

Ég gerði svona dæmi einu sinni fyrir Skjálfta og fólki líkaði það bara nokkuð vel og ákvað ég að gera svipað dæmi fyrir lanið sem er næstu helgi. Ég fékk 16 til að kjósa með mér, sem sagt 17 kvikindi, hvaða lið þau teldu líklegust til að verma efstu 5 sætin. Við skulum kíkja á þetta.

Þeir sem kusu:
- ice ~ entex
- (diG)fixer
- (diG)Rocco$
- Exile | Azaroth
- Exile | Aztro
- KotR - Nori
- KotR - Spencer
- pRossi is rws
- Bandit is rws
- saj.euow ~ goltti
- saj.euow ~ centrax
- seven|andrig
- seven|roMim
- NoName|lanzo
- NoName|zyth
- teamduality ~ manius
- teamduality ~ eyki

Jæja kíkjum á þetta helvíti.

-

4. NoName (28 stig)
MuGGz, zyth, lazlo, Trasgress & WarDrake

Þetta lið er búið að vera til helvíti lengi. Þrátt fyrir það hefur liðið aldrei náð að stimpla sig inn í topp pakkann en vonandi fer það að breytast. Það vita flestir að bróðir eins besta CS spilara frá upphafi, zombie, er í NoName liðinu en hann spilar undir nickinu Lazlo.

Það kom mér verulega á óvart að NoName skyldu ekki enda ofar en í 4 sæti þar sem ég hef mikla trú á þessu liði. MuGGz hefur ávallt verið þekktur fyrir að vera lúnkinn spilari auk þess þar sem Trasgress kemur úr Seven. Lazlo hefur hittnina eins og bróðir sinn enda þrususpilari. Zyth er dálítið óskrifað blað - allavega fyrir mér, hef ekki séð mikið af honum.

En það sem verkur kannski mesta athygli mín og flestra er að WarDrake, fyrrum meðlimur fallna liðsins Drake, fer með NoName og ætti það styrkja þá eitthvað. Það eru þó skiptar skoðanir hvort að hann sé plús eða mínus fyrir liðið en ég held að hann muni styrkja þá mjög svo.

Eins og með rws, þá veit ég ekki neitt voðalega mikið um þetta lið. Ég er samt sem áður búinn að reyna að scratcha upp smá info um liðið og vonandi eiga þeir eftir að standa sig vel á laninu.

-

Gamers 2TM spá:
1. ???
2. ???
3. ???
4. NoName (28 stig)
5. rws (13 stig)