Sælir lesendur góðir, afsaka það að ekkert hefur komið hér inn á seinustu dögum, brjálað að gera í jólaprófum. En off we go, ætla að fjalla hér um eitt frægasta Cs fyrirtækið hltv.org en þeir gætu orðið gjaldþrota.

Eitt af frægustu fyrirtækjum í Cs heiminum, HLTV.org, ef ekki hefði verið fyrir þá þá hefðum við ekki séð CPL, ESWC og fleiri mót heima í stofunni, en margar milljónir hafa í gegnum tíðina horft á hltv. Nú í dag standa þeir frammi fyrir miklum vanda, þeir eru í fjárhagsvandræðum ekki í fyrsta skiptið þó því að á seinasta ári voru þeir staddir í sömu vandamálum en þeir náðu þó að finna samstarfsaðila. Hinsvegar var sá samstarfsaðili aðeins tímabundinn og vantar þeim núna hjálp aftur.


Svona standa málin, aðeins ári eftir að seinasti styrktaraðili okkar hætti við samninginn, eftir 1 Mars 2006 þá munum við ekki hafa neinn aðal styrktaraðila, 8 Vélar (50Ghz) og hálft gígabit af bandvídd.

Seinasta ár löggðu margir fram þaða tillögu að við ættum að taka við pening frá almenningi, en það að kaupa nýjar vélar og búnað eitt sér kostar í kringum 10-15þúsund evrur, og við höldum að það sé ekki möguleiki að ná slíkum upphæðum í gegnum almenning.

Þetta þíðir að við erum að leita af styrktaraðila, en það er öðruvísi en í fyrra, markmiðin eru sett hærra , heimsóknir á heimasiðuna okkar, eftirspurnin um HLTV og aukið áhorf á seinasta ári hefur verið gífurlegt. T.d heimasíðan okkar ein notar hálft terabæt af bandvídd í hverjum mánuði, það er meira en 6 terabæt á ári hverju.

Eitt er samt á hreinu, við erum ekki tilbúin að taka skref afturá bak, við viljum ekki verða minni, gefa aðgang af færri HLTVum, færri demo eða færri fréttir á heimasíðunni. Þetta setur okkur í þaða stöðu að nýr styrktaraðili myndi fjárfesta talsvert í okkur, en ef enginn er tilbúinn til þess, þykir mér leitt að segja ykkur að HLTV.org mun ekki verða til eftir 1 Mars 2006. Við erum að sjálfsögðu mjög daprir að það er komið að þessari stundu, og ef þið haldið að við séum farnir að hljóma einsog biluð plata, treystið okkur í því að við erum mjög pirraðir yfir hvernig hlutirnir eru að ganga. Við trúum því þó og viljum halda áfram að gefa frí HLTV fyrir alla, og munum gera allt sem við getum til að halda því áfram, því að í endann á deginum að hafa gaman af er það eina sem skiptir máli, það hefur alltaf verið þannig og mun verða þannig þangað til við lokum.

Ef einhver hefur áhuga á að styrkja HLTV.org er þeim velkomið að e-maila nomad@hltv.org og ég mun gera mitt besta til að láta ykkur vita hvað er að gerast á degi hverjum.

Við viljum þakka Boomtown fyrir að hafa verið með okkur í þessu seinasta árið, við metum ykkar ákvörðun til mikils og erum sorgmæddir yfir því að við séum einir í þessu nú.

Enn og aftur;

“Sjáumst, vona ég..” Fyrir hönd HLTV.org - Nomad.


Það er greinilegt að HLTV.org er illa statt fjárhagslega, og yrði það ekki gott ef þeir þyrftu að loka síðunni sinni og myndi það þíða að HLTV áhorf myndi minnka all hrikalega.
,,,,