Þeir sem fylgjast eitthvað með liðum erlendis kannast án efa við liðið Serious-Gaming áður þekkt sem Wings. Þeir voru að keppa á WEG og eru nú komnir heim eftir frekar slappt gengi á WEG. Næst á dagskrá hjá Serious er CPL WINTER og hefur Shiri leikmaður SeriousGaming ákveðið að hætta alfarið í CS og því kemur gamall meðlimur þeirra inn í Cpl rosterinn en hann kallar sig contE. Hér fyrir neðan er yfirlýsing frá “shiri”

“Í dag, 02/12/2005 hef ég ákveðið að hætta alfarið Counter-Strike spilun. Ég hef hreinlega ekki tímann og löngunina í að spila á toppnum og ég hef hreinlega ekki lengur gaman af CS. Ég átti frábæra 18 mánuði með wings/Serious gaming en ákvörðun mín mun ekki breytast og ég mun aldrei spila aftur á þessu stigi. Þakkir til allra sem hafa verið hlutur af þessu liði.
- serious|Shiri

Vegna þess að spilari þeirra ”naSu“ er ekki nógu gamall til að fara á CPL, þá hafa þeir ákveðið að Olli ”kononen“ Salmi mun taka hans stað fyrir Cpl. Hinsvegar, þar sem að shiri mun ekki fara hafa þeir ákveðið að taka inn gamlann leikmann wings en það er contE. Því er lineup Serious Gaming svohljóðandi:

- Ikka ”barrack“ Makinen
- Juuso ”contE“ Sajakoski
- Olli ”kononen“ Salmi
- Janne ”Kuppi“ Kuparinen
- Tomi ”lurppis" Kovanen
,,,,