Hasar í bandaríkjunum. Nú í seinustu viku fór fram úrslitaleikur Loserbracket í CAL-I í bandaríkjunum. Þar sem að Team 3D tók á móti united5. Hér fyrir neðan má sjá liðin þeirra en mappið var de_cpl_mill.

Team3d: Volcano, shaGuar, method, Ksharp, Rambo
United 5: hostile, Kmode, CuZ, hanes, pham.

Leikarnir fóru þannig að united5 hafði mikla yfirburði í leiknum og unnu þeir leikinn 16-5.

Ekki var allt einsog átti að vera, því að CuZ er í banni frá öllum keppnum sem CAL heldur og má ekki spila fyrren Arpil 2006. Þannig standa málin nú að 3D heldur áfram og keppir úrslitaleikinn gegn liði GB. Hér fyrir neðan er stutt yfirlýsing frá CAL.

“CuZ spilaði fyrir u5 í loser bracket úrslitum á móti 3D í gærkvöldi. Þar sem að CuZ er bannaður og má ekki spila fyrren í Apríl26 2005, þá er hann ekki leyfður spilari í leiknum. Við breytum því úrslitunum í hag 3D og erum við að skoða frekari aðgerðir gegn CuZ og liði united5.

Á móti kom svar frá united5 og einnig frá spilaranum CuZ.

”Samfélagið í heild vissi það vel að Mike “CuZ” Nang spilaði leikinn gegn 3d. Hinsvegar veit samfélagið ekki að 3D|Kim samþykkti og vildi að CuZ myndi spila. Í fyrstu var ég á móti því, en eftir að liðsfélagar mínir í u5 komu til mín og sögðu mér það að 3D vildi að við myndum spila með CPL line-upið okkar“ Sagði Behmaram. ”Ég hélt að væri þá í lagi. Ég er ekki að segja að 3D hafi mótmælt leiknum eftir á, ég er búinn að tala við Torbull og honum finnst sjálfum að liðið sitt hafi tapað sanngjarnt.

Því spyr ég, hví fáum við ekki að taka leikinn aftur án CuZ? Því ætti 3D ekki líka að bera ábyrgð þeir vildu og leyfðu honum að spila? Ef eitthvað ætti að vera gert þá ætti að spila leikinn aftur. En þá kemur á móti, sýnist vera svo að 3D fái enga sök á sig, en united5 fær hana alla. Og til að sanna mitt mál, þegar við vorum í Chile þurftum við að gefa fyrsta leikinn okkar, en þegar 3D var að spila á WCG tóku þeir auka viku til að spila leikinn okkar en ekki þurftu þeir að gefa sýna leiki. Ég er ekki að ráðast á 3D, bara að benda á staðreyndir. Bæði Torbull og ég erum sammála því að leikurinn fór einsog hann fór, og erum báðir tilbúnir til að endurtaka leikinn. Þetta er allt undir CAl núna.

u5 CuZ hafði sitthvað um málið að segja og hér sjáið þið það sem hann hafði að segja.

u5|CuZ: Það eina sem ég hef að segja er að ef lið einsog 3D getur ekki tekið því að tapa, þá geta þeir fengið sigurinn. Þetta gerir united5 helmingi sterkara fyrir vikið og þakka ég styrktaraðilum okkar Intel og NVIDIA fyrir að vera þar fyrir okkur.

Jæja, svo virðist vera sem að hitinn í Bandaríkjunum sé frekar hár. Hvað finnst ykkur íslensku spilurum hinsvegar? Ætti að endurtaka leikinn, eða er þetta rétt hjá CAL að gefa sigurinn til Team 3d. Comment away! :).
,,,,