Ákvað að slá hérna tvær flugur í einu höggi og skrifa bara nokkur orð um báðar myndirnar. Þar sem ég downloadaði Team-88 myndinni fyrst byrja ég bara á henni.

——-

Team-88 the movie
Þessi mynd sem er búin til af honum WarDrake skartar liðsmönnum Team-88 á Skjálfta 3, 2004. Nú þeir liðsmenn eru: Finneh, Nory, RoTTi, Grobbi, Robocop og Vargur.

Það fyrsta sem ég tek eftir og er stór plús hvað tónlistin og videoið syncar mjög vel saman en því miður verð ég að segja það að það er ekki margt annað sem er gott við þessa mynd.

Frögginn finnst mér ekkert spez þótt það komi okkur flott á milli og það sem pirraði mig mest við að horfa á þessa mynd var hvað það sást ekki hverja þeir voru að drepa fyrst því það er eins og myndin hafi verið gerð í widescreen eða eitthvað.

Klippingin er flott, sérstaklega í mill á móti SeveN þegar hann panar á milli (ef svo má að orði komast.)

Tónlistin er fín og passar hún vel við klippinguna og fröggin.

Í heildina er þessi mynd samt ekkert rosaleg, bjóst við meira frá honum WarDrake, það er eins og hann hafi bara gert þessa mynd á 10 mínútum og ekkert verið að spá neitt voðalega í hlutunum og fær því myndin 6 af 10 mögulegum.

Myndina getiði nálgast hér: http://static.drake.is/Team%2088.rar

——-

Andri`` Replay the movie
Þessi mynd sýnir hann Andra í action með hinum ýmsu liðum á móti hinum ýmsu liðum. Þessi mynd var gerð af honum JóaG.

Það fyrsta sem ég ætla að segja um þessa mynd er hvað fröggin eru rosalega flott, svona frögg vil ég sjá í myndum, frögg á móti top liðum landsins þar sem lítur út eins og sé verið að rasskella þau.

Þó eru nokkur atriði sem hefðu mátt bæta áður en þessi mynd kom út eins og þetta með contrastinn. Hann er ALLT of hár, þegar það er dimmt sást ekki baun og þar sem var bjart sást ekki baun heldur. Það er eins og Jói hafi verið að copya þennan effect af Mort the movie…

Tónlistin fannst mér alveg hryllingur, ég þoli ekki svona nu-metal sem þessir strákar fíla greinilega í ræmur því sú tónlistarstefna rann í gegnum alla myndina eins og köttur í gegnum slátturvél.

Klippingin var góð samt bara svona mitt á milli, ekkert spez en samt alls ekkert ílla gerð.

Myndin í heildina fannst mér mjög góð og eins og ég segi þá fannst mér fröggin algjör snilld og fær þessi mynd því 8 af 10 mögulegum.

Myndina getiði fengið hér: http://andri.fallegur.com/files/Andri_REPLAY-by-joig.wmv

——-

Takk fyrir mig.

Gagnrýnin er byggð á þessum tölum.

10 - I cannot fault it.
9 - Excellent
8 - Very good
7 - Good but needs a little improvment
6 - Above average
5 - Average
4 - Below average
3 - OK
2 - Poor
1 - Very poo
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius