Jæja, þetta fer að styttast í annan endann. Ég er búinn að tilkynna hvaða liðum er spáð 4, 5 og 6 sæti á komandi Skjálfta. Ég fékk 13 vel valda CS spilara til að kjósa með mér hvaða lið þeir töldu að myndu lenda í top6 á Skjálfta og ætla ég núna að tilkynna 3 sætið.

Góða skemmtun.

- - -

3. Team Adios (38 stig)
Lineup: aron, Calculon, CritiCal, Hjorri & roMim

Ég bjóst verulega við því að þessir strákar yrðu kosnir í annað sætið. En með aðeins tveggja stiga mun lentu þeir í þriðja, en þessi spá er náttúrulega ekkert marktæk.

Adios hefur verið viðloðandi top5 á Skjálfta undanfarin misseri og verður líklega engin breyting þar á núna. Á seinasta Skjálfta lentu þeir strákarnir í 3 sæti eftir að hafa sent lið eins og SeveN heim.

Þeir hafa verið með nokkrar lineup breytingar, en sant sem áður eru þeir með sama lineup og á seinasta Skjálfta. Þeir héldu að þeir væru með betri lausn með að setja chmztry inn í liðið fyrir CritiCal en allt kom fyrir ekki og er CritiC kominn á sinn stað aftur í liðinu.

Ég spái þeim góðu gengi á Skjálfta og ég hlakka mest til að sjá þá spila. Enda skemmtilegir gaurar sem er gaman að fylgjast með.

MIKILVÆGASTI LEIKMAÐURINN

Klárlega aron. Ég hef fylgst mikið með honum og líka bara það sem strákarnir innan Adios segja. Þeir hafa ofurmikla trú á honum, sem og þeir sem hafa spilað með Adios liðinu. Meðan aron var í tölvupásu talaði t.d. roMim um ekkert annað en þegar aron myndi snúa aftur.

VIÐTAL VIÐ ADIOS // ROMIM

Sæll og blessaður. Villtu gerast svo vænn að kynna þig fyrir lesendum huga.is?
Guðmundur Helgi heiti ég og flestir á INTERNETINU þekkja mig sem roMim og jafnvel Adios // roMim

Nú er ykkur spáð í 3 sæti á komandi Skjálfta, hver eru þín viðbrögð við því?
Hmm bara engin, mér líður bara fjári vel og get ekki beðið eftir að komast á skjálfta og spila á góðum server

Hvert er markið sett á Skjálfta?
Sigra auðvitað

Hvaða lið telur þú að eigi eftir að berjast í úrslitum Skjálfta?
ice og Adios

Hvaða lið heldurðu að eigi eftir að valda vonbrigðum?
shocK

Hvaða leikmaður finnst þér mikilvægastur innan Adios liðsins?
Enginn sérstakur, bara við allir, þótt ég sé bestur að mínu mati, heHE.

Hvaða leikmaður telur þú að eigi eftir að koma mest á óvart á Skjálfta?
entex á eftir að koma mest á óvart og fara grátandi heim eftir að ég vinn hann og negli honum beinustu leið niður í lewsersbracket, svo Puppy kemur sem 5ti í finals og við vinnum 16 - 0

Frábært og þakkir. Einhver lokaorð?
Já Adios owna, munið að taka handklæðin með ykkur! >)

- - -

Þeir sem kusu:

- Adios // Calculon
- Adios // roMim
- [.GOTN.]Andri
- [.GOTN.]aNexiz
- ice ~ entex
- ice ~ Vargur
- [mta] fixer
- [mta] gaui
- NoName`Felix
- NoName`Lazlo
- [SeveN] andrig
- [SeveN] RedNeck
- shocK ~ auddz
- shocK ~ Carlito

Skjálfti 2|2005 spá:

1. ???
2. ???
3. Adios (38 stig)
4. <a href="http://www.hugi.is/hl/providers.php?page=view&contentId=2215614“>SeveN (37 stig)</a>
5. <a href=”http://www.hugi.is/hl/providers.php?page=view&contentId=2212989“>NoName (18 stig)</a>
6. <a href=”http://www.hugi.is/hl/providers.php?page=view&contentId=2210492">shocKwave (16 stig)</a