eCCo snýr aftur eCCo er snúið aftur og er sagt að allt er þegar þrennt er, þeir eru með sama kjarnan og síðast eða J1nX, Payne, Snzlz, Einza og zyth.
Ég fékk J1nX til að svara stuttum spurningum varðandi nýja hópinn og hvert þeir stefna.

Hvernig byrjaði hugmyndin að stofna eCCo í 3 sinn? Hver nálgaðist hvern?

Ég tók bara eftir því að eftir að eCCo hætti seinast þá var ég ekki að fýla mig jafn mikið í canner, þannig ég ákvað að taka á skarið og byrjaði nátturulega á að tala við Aron(Payne) þar sem hann er bróðir minn, svo var það Einar sem talaði við freysa(snzlz) og okkur leist bara svo geðveikt vel á þetta, þannig við ákváðum að fá Hauk Zyth sem 5ta mann þar sem okkur vantaði einn góðan léttklikkaðan mann sem við þekkkjum allir í liðið (hann er ekki kallaður Grilli útaf engu).


Afhverju helduru að eCCo eigi ekki eftir að hætta og stofnast í fjórða sinn? Hvað á eftir að halda liðinu lifandi núna?

Allt er þegar þrennt er, höfum allir tekið eftir því að við getum ekki lifað án ecco og ef við munum hætta sem við gerum btw ekki, þá er það því við hættum allir í Counter-Strike!
og það sem mun halda liðinu lifandi núna er það að við erum allir góðir vinir og þekkjumst vel í real life (+ Erum sveittir).


Hver er stefnan á eCCo, einhver plön kominn?

Stefnan er að mæta í sveittum stemmara á skjálfta næstkomandi og púlla hausaskot, svo vonandi að taka þátt í einhverjum netdeildar keppnum í sumar og koma sér á spjöld sögunnar sem besta counter lið íslands frá upphafi.

Lineup:
J1nX
Payne
Einz1
snzlz
zyth


Hamingjuóskir til eCCo með nýja liðið og gangi ykkur vel.