Já Adios menn eru greinilega búnir að pakka tölvunum eða eitthvað, allaveganna er Played Lan #8 lokið.

Lokastaða mótsins:

1.clan-it - 135.000 KR í verðlaun
2.GameLaunch! - 75.000 KR í verðlaun
3.Adios - 50.000 KR í verðlaun
4.GameHotel - 30.000 KR í verðlaun

Leið Adios í Þriðja sætið:

Leikur 1 : Adios 16 > 2 typical - WB - de_nuke
Leikur 2 : Adios 16 > 8 GameHotel WB - de_cpl_mill
Leikur 3 : Adios 8 < 16 GameLaunch - WB - de_dust2
Leikur 4 : Adios 16 > 14 Cognito - LB - de_?
Leikur 5 : Adios 16 > 2 GameHotel - LB - de_cpl_mill
Leikur 6 : Adios 14 < 16 GameLaunch - LB - de_dust2

Síðan fór GameLaunch í úrslit og vann fyrra mappið en tapaði svo í því seinna og því vann Clan-IT mótið.

Því má segja að Adios menn hafi ekki verið langt frá því að komast í úrslitin .. en heppnin var ekki með þeim?

Annars var eitt nokkuð fyndið sem ég sá þegar að ég skoðaði Played síðuna, Adios vann GameHotel í bæði skiptin í cpl_mill , og tapaði í bæði skiptin fyrir GameLaunch í dust2, furðulegt hvernig þeir lenda í að spila sama mappið tvisvar við tvenn ólík lið.

Svo virðast Adios menn hafa eignast einhverja vini þarna úti (thats a first? :P) en allaveganna virtust margir danirnir hugsa hlýlega til litlu frændana sinna.

Einnig var tekið Video Interview við CritiCal en það er á ógeðslega hægum host, hendi því hingað inn þegar að það loksins kemur.

Hérna má annars sjá allann bracketinn:
http://events.played.dk/tournaments/300/u