Tölvu Ólympíuleikarnir á fullu! Núna um helgina fara fram Tölvu-Ólympíuleikarnir , eða World Cyber Games. Þetta er mót sem á uppruna sinn frá Kóreu og hefur verið haldið þar síðustu 3 ár, og keppa lið og leikmenn fyrir hönd lands síns þarna, en aðeins einn keppandi/lið kemst frá hverju landi eftir að hafa unnið undankeppni í landinu sínu.

Að meginmálinu;

CS keppnin þarna hefur verið ansi spennandi og ýmisslegt komið á óvart. Ætla bara að renna létt yfir það sem gerðist í Útsláttarkeppninni, en keppt er í einfaldri útsláttarkeppni með best af þremur borðum.

Það helsta sem kom á óvart í fyrst umferð var að Alternate aTTax frá Þýskalandi litu lægri hlut gegn kóreska liðinu MaveN, en flestir bjuggust við því að þetta yrði göngutúr í garðinum fyrir Þjóðverjana. Síðan kom það flestum á óvart að lið Kanada, EG tapaði gegn liði Singapúr. Bæði þessi Austurlensku lið hafa ekki gert neinar rósir á undanförnum mótum og því kom þetta mönnum vel á óvart.

Í annari umferð gerðist ekki margt mikilvægt , stóru liðin unnu leikina sína. Eini leikurinn sem var spennandi af viti var leikur Brasilíu(MIBR) og Danmerkur(The Titans) en þar hafði Danmörk yfirhendina eftir að hafa lent undir.

Í undanúrslitum mættust gamlir erkifjendur, lið Svíþjóðar(SK) og lið Bandaríkjanna(3D) og bjuggust flestir við því að Svíþjóð myndi sigra örugglega, en lið þeirra hefur sigraði gott sem öll mót á árinu 2002. Hinsvegar hafði kjarni þessara liða mæst áður í úrslitum á CPL heimsmeistaramótinu í Bandaríkjum árið 1999, og var það einn eftirminnilegasti leikur sögunnar og unnu Svíjarnir hann á endanum. Bandaríska liðið lenti undir og tapaði fyrstu viðureigninni en komu aftur tvíefldir og sigruðu Svíjanna í tvígang og eru því komnir í Úrslit mótsins sem fara fram á morgun. Hinn leikur undanúrslitanna var leikur Danmerkur gegn Kóreu, hér bjuggust flestir við að Danirnir myndu ganga auðveldlega í gegnum Kóreska liðið , Danska liðið vann fyrstu viðureignina en Kórea náði að klóra í bakkann og vinna annan leikinn svo að hrein úrslitaviðureign þurfti að fara fram og þar höfðu Danirnir betur og sigruðu örugglega.

Því munu lið Bandaríkjanna og Danmerkur keppa á morgun fyrir augum þúsunda áhorfenda uppá gullið, auk milljóna verðlaunafés ásamt heiðrinum að vinna þetta virðulega mót.

Upplýsingar um mótið: http://www.worldcybergames.com
Bein úrslit og nánari fréttir um mótið sjálft: http://www.gotfrag.com