Jebjeb, ClanBase keppnin vinsæla var að starta Counter-Strike deildinni og er gaman að segja frá því að mörg af bestu clönum íslands taka þátt í keppninni að þessu sinni, þ.á.m; Drake, ice, diG, SeveN, Adios og mta. Við skulum kíkja yfir leiki þessara liða.

Drake
..kepptu við FistFuckers. Flestir, ef ekki allir, vita að þessi lið mættust í úrslitum OpenCup Division 2 í fyrra og unnu FF þann leik sem og þennan og enduðu leikar í þetta skipti 16-14. Drake áttu hrikalegan T part en komu sterkir til baka sem CT í de_inferno.

Drake lineup:
MrRed, Some0ne, DynaMo, blibb og WarDrake
FF lineup:
Lopa, Crimis, drunk, blzrd og vaahto.

<a href="http://www.clanbase.com/news_league.php?nid=143536&mid=41987&lid=1692">Umfjöllun um leikinn má finna hérna.</a>

ice
..kepptu við lið frá Finnlandi sem kallast unnatural. Ice spiluðu þennan leik mjög vel þrátt fyrir það að jam, spike og entex voru að lagga eins og vitleysingar, og unnu þeir þennan leik 17-13. Maður leiksins var valinn EnteX af admin.

ice lineup:
entex, SkaveN, Puppy, jam og sPiKe
Unnatural lineup:
jutku, ch40z, schinken, hobi og mousse.

<a href="http://www.clanbase.com/news_league.php?nid=143414&mid=41924&lid=1692">Umfjöllun um leikinn má finna hérna.</a>

diG
..kepptu við lið frá Póllandi sem kallar sig eSports.pl en þeir komust í úrslit í pólsku WCG keppninni. diG fóru heldur létt með pólsku kvikindin og enduðu leikar 20-10, diG í vil.

diG lineup:
LuSharp, Rodriguez, $noopy, v1rtual og Gemini
eSports.pl
raiden, Saviola, m!xeR, pitek og smooth.

<a href="http://www.clanbase.com/news_league.php?nid=143445&mid=41945&lid=1607">Umfjöllun um leikinn má finna hérna.</a>

SeveN
..kepptu við lið frá Sviss sem kallast frantiC. Athyglisvert var að sjá BunkA sem spilaði enmitt með svissneska landsliðinu gegn því íslenska fyrir skömmu. Leikar fóru 15-15 þannig að það þurft að framlengja.. og endaði það 3-3 þannig að það þurfti að framlengja aftur og endaði það þá 4-1 frantiC í hag, en þess má geta að 7 gaurarnir voru að pinga slatta verr.

SeveN lineup:
WarriorJoe, RedNeck, Plee, andrig og deNos.
frantiC lineup:
pukomasii, BunkA, HammU, kYp og ypsl.

<a href="http://www.clanbase.com/news_league.php?nid=142895&mid=41572&lid=1607">Umfjöllun um leikinn má finna hérna.</a>

Adios
..kepptu við lið frá noregi er kallast adE. Hlutirnir litu ekkert allt of vel út fyrir íslendingana eftir fyrri hálfleikinn þar sem adE unnu 11-4 en Adios strákarnir komu sterkir til baka og unnu 12-1 seinni og þá gáfust norðmennirnir upp ;)

Adios lineup:
Calculon, Hjorri, Crozier, roMim og CritiCal
adE lineup:
dOFFEN, mKa, iCe, MONSEN og bolland.

<a href="http://www.clanbase.com/news_league.php?nid=142889&mid=41567&lid=1607">Umfjöllun um leikinn má finna hérna.</a>

mta
..kepptu við skandinavískan klúbb að nafni Safari en þeir lentu í 4 sæti í sömu keppni og Drake fóru í úrslit á seinustu leiktíð. mta áttu góðan leik og unnu T partinn 9-6. Í seinni helming var staðan 8-6 fyrir Safari þegar seinasta roundið var og urðu mta menn að kaupa deagle, en viti menn það tókst og íslendingarnir hirtu öll stigin.

mta lineup:
fixer, gaui, kutter, moon og yzer.
Safari lineup:
mektig, mite, impakt, krulle og elou.

<a href="http://www.clanbase.com/news_league.php?nid=143592&mid=42028&lid=1607">Umfjöllun um leikinn má finna hérna.</a