Ég og mooN erum ágætir félagar. Við smellum okkur af og til á KFC, og við gerðum það í liðinni viku og ég ákvað að leggja fyrir hann nokkrar spurningar. Þess má til gamans geta að hann er aumingji því að hann gat ekki klárað burgerinn sinn.. :)

Sæll viltu gerast svo vænn að kynna þig fyrir lesendum?
Hæbb, ég heiti Egill Árni Sigurjónsson og ég spila undir nickinu moon. Ég er í morTal-action. Ég er 16 ára og ég stunda nám við Menntaskólann í Kópavogi.

Hvað hefurðu spilað Counter-Strike lengi og hver sýndi þér þennan ágæta leik?
Ég byrjaði í CS þegar 1.3 var að koma minnir mig. Þetta byrjaði allt saman þegar ég fór með vini mínum niðrí GameDome þar sem maður hékk af og til.

Hvernig tölvu spilarðu á?
Ég spila á 1800xp AMD, GeForce 4 MX440, 785mb DDR 333mhz.

Hvernig spilar þú CS?
Ég spila CS í 800x600, ég er með venjulegt Windows sensitivity en 2 í CS. Ég spila með MX500 mús á Icemat 2nd edition. Svo er það Sennheiser HD500 sem er að blíva í dag.

Hvernig lítur venjulegur dagur út hjá þér?
Tjah, þetta byrjar náttúrulega allt með því að ég vakna. Svo hendi ég mér upp í MK og klára daginn þar. Eftir skóla þá reyni ég að læra eitthvað, en ef ég geri það ekki þá hlamma ég mér í tölvustólinn og fer í CS. Það eru þá yfirleitt scrim með mta.

Hver eru þín helstu afrek á CS ferlinum?
Þau eru nú ekki uppá marga fiska skal ég segja þér, en við í morTal-action unnum Tittinn fyrir skömmu og svo lenti ég í öðru sæti á Skjálfta með Wanted.

Nú á dögunum fór einn af ykkar aðalmönnum, Vargur, í diG. Hvernig mun þetta hafa áhrif á mta?
Arnar er náttúrulega fáránlega góður spilari og hann er mikill missir. Honum finnst bara diG betri kostur og þess vegna færði hann sig þangað yfir. Þetta hefur þau áhrif á okkur að við erum núna einungis 5 eftir og ekki kemur til greina að hætta. Þannig að við ætlum bara að reyna að pikka upp einhverja flinka leikmenn og byggja upp sterkt lið.

Nú skitu mta eftirminnilega á sig á Skjálfta 2 2003, hvað fór úrskeiðis?
Eina skitan var þetta eftirminnilega tap á móti eE. Við vanmátum þá alveg klikkað mikið og fórum inn í leikinn í tómu tjóni. Við vorum með 2 lánsmenn og við vorum bara ekki að fúnkera saman.

Í hvaða keppnum eru mta að taka þátt í og hvernig lítur þú á þær?
Við erum náttúrulega í Simnet Netdeildinni og svo vorum við að skrá okkur í Clanbase Open Cup. Mér líst bara nokkuð vel á þessar keppnir, en nú er málið að ná liði til þess að spila þar sem við erum orðnir svo fáliðaðir.

Hver er þinn uppáhalds íslenski spilari?
Allir í mta.

Hver er þinn uppáhalds útlenski spilari?
Klárlega Sunman.

Ef þú værir landsliðseinvaldurinn, og þú þyrftir að velja 5 manna byrjunarlið núna. Hvernig myndi það líta út?
Drake | Zombie
Drake | blibb
ice ~ entex
ice ~ sPiKe
svo er helvíti erfitt að finna 5 þar sem það má bara velja hámark 2 úr hverju clani, þá get ég ekki valið Some0ne. Þannig að ég segi Denos eða Vargur.

Vanmetnasti CS spilari Íslands?
yzer og smari

Hver er squadleaderinn í mta?
Fixerinn hefur ofast staðið í því að sqla fyrir okkur.

Jæja ég held að þetta sé orðið gott. Takk fyrir spjallið og gangi ykkur mta mönnum vel í næstu leikjum. Einhver lokaorð?
Takk sömuleiðis. Shotout til allra í #mta og svo til Smára(sMaRi/F1reBall/smaurini/SuDDi/FightaH).