Það fer að styttast í að við fáum enn eitt “point release” frá id software. Þó verður eithvað lítið um stórfeldar “gameplay” breytingar þar sem síðasti plástur sá að mestu um það.
Aðaláherslan í þessu verður nýji kortapakkinn sem Fred Nilsson hefur verið að vinna að, sem inniheldur breyttar útgáfur af q3tourney4, q3dm13, q3tourney2, og q3dm6. Staðsetning vopna, heilsu og annara hluta er eithvað breytt sem og “layout” að einhverju leiti. Þessar breytingar eiga að gera þessi kort keppnishæfari en þau eru í núverandi ástandi.
Það verður gaman að sjá hvernig það kemur út.
Ennþá er ekki komin örugg dagsetning á þetta, en það má búast við þessu á næstu vikum, ef ekki minna.