Generations Arena Man einhver eftir Generations modinu fyrir Quake 2? Það sameinaði Wolfenstein, Doom og Quake 1/2 í eitt mod, þannig að maður gat spilað sem Doom kallinn á móti t.d. Quake 1 kallinum, með öll upprunaleg vopn, hraða og air control og svo framvegis. Það var alger snilld. Þeir sem gerðu það mod eru ekki af baki dottnir og eru að leika sama leikinn með Quake 3. Þá náttlega koma öll Quake 3 elementin inní þetta.<br>
Modið er að vísu ekki tilbúið eins og er, en <a href=" http://www.planetquake.com/wirehead/generations/“>vefsíðan þeirra</a> inniheldur óhemju magn af upplýsingum og skjáskotum. Þar er einnig að finna stórgóða kvikmynd sem sýnir Doom kallinn í ”action“. Þarna sér maður hversu hratt maður fór í Doom í gamla daga. <a href=”http://www.hugi.is/files/games/quake3/misc/genarena-trailer1.exe">Klikkið hér</a> til að sækja kvikmyndina (22 mb í boði Huga.is).<br>
Því miður hafa þeir ekki látið neitt uppi um útgáfudag ennþá, en ég held að það sé ekkert allt of langt í þetta.<p>
Haldiði að það verði ekki fjör að spila þetta á skjálfta? Æða um Edge á ótrúlegri ferð sem Doom kallinn og keppa við t.d. Quake 1 kallinn?