eSport profile - entex & spike Hann sPiKe a.k.a Birgir Ágústsson er staðsettur í borg óttans eða betur þekkt sem Skipholtið, þessi 16 ára piltur hefur spilað cs frá cs 1.1 og hefur stýrt ice til sigurs sem sql með þeim Cyru$ og entex í ‘strattstjórn’. Hann byrjaði í cs 14 ára gamall í Cadia sem státaði m.a af entex sem hann spilar með í ice núna. Reynsla hans af cs byrjaði þegar Cara$ sýndi honum cs enn fólk fór fyrst að taka eftir honum þegar hann var í dc og þegar hann söng svo eftirminnilega Britney lagið á webcam, enn hann var einnig í landsliðinu á þeim tíma og hefur verið í .is síðan, hann spilaði fyrst á 1200xp gf2 monsteri og þá var ekki aftur snúið. Enn hann spilar nú á 2400xp með Gf4 4600 Titanium og 512 DDR. Á ‘the average day’ afleysir hann öðruhverju sem símadama á lögfræðistofu, svo fer stefnan á world class þar sem hann pumpar í 2 tíma og heldur svo heim á lið eða hittir félagana. Ice stefna á Nollelva sem er lan í svíþjóð enn þeir eru VIP's enn lið eins sk, The Titans, Spixel, Virtus,pro eru einnig VIP's. Enn VIP's fá frítt hótel og herbergi spés fyrir þá sem þeir geta spilað í, enn ice stefna á að ná að bootcampa með spixel viku fyrir, enn þetta er haldið í october og hvetur hann alla til að fylgjast með og hvetja ísland. Þeir hafa líka fengið invite í eina ef bestu netdeildunum í Evrópu sem heitir ESL.CSCL enn hún byrjar 10 águst inn lið eins og Mousesports, Ownage, 4kings, A-losers, armaTeam, goodgame, ocrana, m5team og the titans taka þátt þar, ice munu hafa munu tefla þeim: entex, sPiKe, Cyru$, Jam og SkaveN.

Friðrik *** Kristjánsson, entex á heima á Húsavík enn hefur alltaf tekið sér tíma til að mæta á lön hér á höfuðborgarsvæðinu t.d Skjálfta, þessi 17 ára piltur hefur spilað cs frá 1.1 og hefur átt líkan feril og félagi hans sPiKe enn þeir hafa m.a spilað saman í Cadia sem var fyrsta clan þeirra beggja og dc og nú ice. Hann kynntist fyrst cs þegar ScrewBall var að vinna í fiskinum á húsavík og kom með tölvuna sína og kynnti cs fyrir honum og þá var ekki aftur snúið enn frikki byrjaði á 1000mhz 256sdram með geforce2 mx enn spilar nú á 3000 AMD 400bus/640cache, 512dualchan 400mhz, Radeon9600 pro sem all cpu monster. Fólk fór fyrst að taka eftir honum þegar hann var í dc með honum spike, enn hann var einnig uppgötvaður þar, hann hefur einnig spilað í landsliðinu í umþ 1 ár. Á ‘the average day’ byrjar hann á að vakna(ofcourse) og fer svo að vinna til kl. 16 kíkir í tölvuna og fer svo á rúntinn ef hann hefur orku í það og snýr svo aftur heim í ownið.

Saga ice:

Ice hefur verið til í quake for ages. Enn fyrir 1 og hálfu ári þá stofnaði SnoZ ice.cs með Skaven, skyline, sicko, azazel, error, traxx, Ezk og Dynamo svo kom sPiKe aðeins eftir það. Eftir slappt gengi á einum skjálftanum þá hættu margir, traxx og snoz urðu inactive, error fór í drake ásamt Dynamo, og vorum þeir orðnir ansi fáir. Eða þeir sPiKe, SkaveN, Skyline, ezk og saxus og voru þeir mjög inactive í 3 mánuði enn tóku c.a 2 leiki á viku og var það netdeildin sem þeir unnu og það bjargaði ice, enn þá ákvað ice að taka til í herbúðum sínum og fengu til sín þá Entex, shock og Cyru$ og æfðu þeir stíft í 1 og hálfan mánuð
fyrir skjálfta sem þeir unnu svo segir restin sig sjálf.


Árangur:

5th Place @ skjálfti(spike)
5th Place @ skjálfti(spike)
5th Place @ skjálfti(spike)
2nd Place @ skjálfti(spike)
1st Place @ skjálfti(spike)
1st Place @ skjálfti(spike)
1st Place @ skjálfti(spike)
1st place @ smell(spike)
1st place @ smell(spike)
1st place @ smell(spike)
1st place @ lanseturs open(spike)

3rd place @ skjálfti(entex)
1st place @ skjálfti(entex)
1st place @ skjálfti(entex)
1st place @ skjálfti(entex)
3rd place @ smell(entex)



Hvað hafa þeir haft uppúr krafsinu?

sPiKe: Síma, 2 routera, 25.000kr á lanseturs open, svo allskyns af smáverðlaunum(Hann er að selja símann & routerinn pm ice|spike).

entex: Síma, 2 routera, og 500milljónir bandaríkjadala.

Spurningarnar:

Hvernig cs stillingar?
Biggi: 1.2 í Sens ég er með oggupons Accelaration, hef alltaf verið í 800-600 er lítið fyrir að breyta hlutum hjá mér tók mig 1 og hálft ár að kaupa nýja mús og steelpad, var buinn að vera nota eikkað þvílíkt taumottu drasl OG ÉG SKORA Á ARON AÐ KAUPA NYJA MOTTU
Frikki: Er með 3.3 í sens fer næstum helming yfir mottuna, 1 fyrir neðan default i windows. No Accel ofcours.

Þið voruð að recrúta Trasgress, geturu sagt okkur aðeins frá honum og hvað vonastu til að hann geti gert við liðið? mun hann spila sem 6th á komandi skjálftum?
Biggi: Gummi er deagle monster! Hann er fínn kappi og góður félagi minn, hann er mjög góður í cs MÆTTI SAMT LÆKKA SENSIÐ,gerir liðið okkar mikið active´ara og við vitum ekki hvernig rotation við munum vera með ég held samt að hann fari á skjálfta með ST2K þeir voru búnir að ákveða það víst.
Frikki: Hann er alveg fín viðbót á okkur, þurftum að fá 6. gaur uppá að vera með lið í nýju euro deildinni sem fer að hefjast, og nei held hann sé ekki að fara með okkur á skjálfta í þetta sinn.

Strattiði mikið fyrir skjálfta?
Biggi: Tökum alltaf vikuLAN fyrir skjálfta erum búnir að vera reyndar frekar rólegir eftir skjálfta og spilað lítið en við erum að fara í gang aftur og æfa stíft en svona aðalega er vikulanið okkar.
Frikki: Tja nei, ætlum alltaf að stratta rosalega og fara á LAN, svo endum við í warcraft á laninu og Raggi mætir ekki því hann vinnur 24/7

Hver er munurinn á cs núna og þegar þú byrjaðir?
Biggi: Hmm .. Þetta er allt eikkað svipað bara fleiri ný andlit og önnur lið á toppnum.
Frikki: Frekar mikill. CS er alltaf að fara fram og ég tel allar þessar breytingar á versionunum góðar.


Ef þú mættir velja eina erlenda keppni til að fara á hvaða lan væri það?
Biggi: ESWC.
Frikki: CPL Summer.

Afhverju ?
Biggi: Skoðað myndirnar og ekkert smá flott LAN held ég, Ótrúlega flott svið sem er spilað á og væri ekki leiðinlegt að fá að spila þar ;) og helling af góðum liðum.
Frikki: CPL stærsta lanmót í CS í heimi, og að sumri til, fallegt veður jee.

Hvaðan kemur nickið ?
Biggi: Úr Tomma og Jenna, hundurinn spike.
Frikki: Af gömlum leikjatölvum svona svipaðar og gameboy í laginu :D Sá þetta þegar ég var að byrja og fannst þetta frumlegt og ákvað að nota þetta.

Hvað finnst þér um diG top 10, er eitthvað að marka hann?
Biggi: Nei.
Frikki: Mér finnst að það mætti velja betur þá sem kjósa í hann, sumir finnst mér kjósa bara hvernig þeim líkar við clönin persónulega, annars fínn listi og ágætis viðmið.

Afhverju?
Biggi: Ég tel að þeir sem votea á listanum eru ekki að velja eftir skillum alltaf heldur eftir hvaða liðum þeim líkar betur við.

Haldiði að þið náið að toppa drake á erlendri grundu ? eftir 9-12 sæti þeirra á CPL.
Biggi: Það var snilldar árangur hjá drake. Ég því miður bara veit það ekki hef aldrei spilað við þessi lið á sama pingi og hvorugir með advange þannig ég verð að segja pass. En ég hef samt mjög mikla trú á okkur.
Frikki: Ættum að geta það, annars kemur það í ljós :).

Ef þú mættir breyta 3 hlutum í sambandi við cs hvað væri það?
Biggi: Laga hitboxið smá, taka delay af awp & *bíp* skjöldurinn.
Frikki: Láta AWP miðið ruglast þegar verið er að skjóta á þig, óþolandi að dúndra á gaur og hann getur hoppað og skotið þig með awp. Veit ekki með fleiri breytingar, er ósköp fínt einsog þetta er.

Hvernig helduru að sé hægt að bæta cs á íslandi?
Biggi: Fleiri góð og stabil lið.
Frikki: Halda online deild auðvitað, það vantar mikið núna, og senda oftar lið út.

Hvað er uppáhalds clanið þitt ?
Biggi: The Titans og SK.
Frikki: NoA :þ element og shaguar eru g0dliKE.

Sérðu eftir því að hafa byrjað í cs?
Biggi: Nei ég sé ekki eftir því að hafa byrjað í cs því maður kynntist helling af skemmtilegur fólki og þetta er en mjög gaman ^^.
Frikki: nih.

Hvernig líst þér á deildina sem Simnet er að setja saman helduru að það gangi eitthvað?
Biggi: I have heard rumours ^^, lýst bara ágætlega á þetta fannst sumir einstaklingar(nefni engin nöfn) vera doldið latir við að gera þetta og þeir lofuðu ýmsu sem var ekki staðið við, en það er gaman að heyra að þetta er að koma upp og lýst bara já .. mjög vel á þetta GO HADDI.
Frikki: Jájá það gæti gengið, loksins að eitthvað fór að gerast hjá þeim :)

Hvað helduru að cs eigi eftir að endast lengi?
Biggi: Næstu árin held ég, alltaf að stækka og peningaverðlaunin að verða betri. Svo er þetta bara einfaldlega lang besti leikurinn :)
Frikki: CS á eftir að endast mjög lengi, þótt það sé CS 2 eða whatever

Eru ice með eitthverja styrktaraðila, ef ekki er það í vinnslu?
Biggi: Þetta er allt í vinnslu kemur tilkynning bráðum.
Frikki: Tja, það er verið að vinna í því :p

Hvernig er tilfinning að sjá hitt liðið hálf þunglynt eftir að þið voruð að vinna þá í finals á skjálfta?
Biggi: Náttúrlega frábær! :).
Frikki: Haha, það var ágætt svosem.

Enn hvernig er tilfinning að heyra hitt liðið öskra eftir að þeir voru að vinna ykkur?
Biggi: Hehe, öskur fara ekkert i taugarnar á mér geri mikið af því sjálfur því það virðist pirra andstæðingin mikið, en á þessum skjálfta var þetta allt bara frekar rólegt og var lítið að pirra mig.
Frikki: Man ekki eftir því, svo langt síðan við töpuðum :D


Hefur nýji managerinn ykkar hjálpað ykkur eitthvað?
Biggi: Já mjög svo. Reddaði okkur nuna til Svíþjóðar svo er mikið að ské hjá okkur sem verður tilkynnt innan bráðar.
Frikki: Jájá, reddaði okkur í V.I.P sæti á nollelva lanið, það var svalt.

Hvað er uppáhalds momentið þitt í cs?
Biggi: Að vinna fyrsta skjálftan okkar þvílík sigurvíma í liðinu :) svo var alveg eðal fjör að vinna seinasta skjálfta.
Frikki: Á skjálfta 3 2003 þegar við unnum Drake í cbble í undanúrslitum winners bracket og ég var með 22 frög :D

Gætiru séð fyrir þér að menn úr Drake, Ice og diG og þessum toppliðum myndu hætta og stofna nýtt clan?
Biggi: Hah nei stórefa það. :)
Frikki: Neh, enginn tilgangur með því.


Hefuru lent í veseni á skjálfta t.d cfg hack eða eitthvað þannig ?
Biggi: Það var einu sinni reynt að tala við admin um að forfeita á ice eikkern leik utaf því í cpl_mill þannig ég tók stopsound af :P
Frikki: Ofcours not :)) Einu sinni skoðaði admin cfg minn í DOD samt, eftir einhvern úrslitaleik, eitthvað sárir hinir gaurarnir :p

Eruði með eitthverjar tips n tricks fyrir nýgræðingana þarna úti?
Biggi: Bara spila mikið æfa vel og horfa á betri spilara spila lærir helling af demóum og vera með metnað í að fara á toppinn.
Frikki: Horfið á demo með góðum gaurum og æfið ykkur vs bottum :D komið ykkur svo í lið með góðum vinum og spilið mikið saman :p

Shoutouts?
Biggi: Já kveðja til faggana í ice þið rokkið og ég elska ykkur.
Frikki: Ég elska ykkur öll!