eSport.is prófíll / Drake | Some0ne Segðu lesendum örlítið frá þér.

Ég heiti Ólafur N. Sigurðsson, ég er 19 ára nemi í FVA á Akranesi.
Ég er búinn að spila CS í gott sem 4 ár, ég safnaði fyrir fyrstu tölvunni minni með því að bera Morgunblaðið út í 2 ár og fékk svo loksins 900mhz monsterið og þá varð ekki aftur snúið, ég spilaði alltof mikið á 56k módemi og símreikningurinn var góðar 15-20.000 krónur á hverjum mánuði, Á þeim tíma var ég mestmegnis í klönum með vinum mínum, því að ég þekkti engann, og nánast ENGIN klön vildu folk með 56k modem sem er svosem skiljanlegt. Ég var í “mörgum” klönum á þeim tíma, en það var vegna þess að gaurarnir sem ég elti voru mjög hrifnir af því að breyta um nafn á klaninu, en oftast var það alltaf sami mannskapur í liðinu. Ég á stórann hluta CS ferilsins míns SnoZ að þakka.. en hann bauð mér í NeF á sínum tíma sem varð til þess að ég stofnaði á endanum SiC með Spitsign.

Hvernig vél er svo undir húddinu?

Monstertölvan sem var versluð á CPL winter ; 3ghz – 512mb 400mhz ddr – GeforceFX5950 Ultra – Soundblaster Live og Samsung Syncmaster 17” skjár. Ég nota Sennheiser HD-590 heyrnatól, sem eru alveg bestu heyrnatól í heimi. Svo er ég með MS3.0 á DKTpad

Sensitivity í CS/Windows og upplausn?

Ég nota 4.2 í CS en 2 undir miðju í WindowsXP , og spila í 640x480@100hz.
Síðan nota ég skipanir í launch options til að slökkva á acceleration í XP.

Hvernig lítur svo venjulegur dagur út hjá þér? Hvað eyðiru miklum tíma í tölvuna?

Vakna svona 20 mínútur í 8 , fæ mér trópi og fer í skólann, kem síðan heim og geri það sem mamma skipar ef eitthvað(ryksuga e-ð), eftir það fer ég í ræktina og kem síðan heim að borða. Eftir kvöldmat fer ég niðureftir í Aklan og dunda mér við eitthvað og skrimma við og við. Ég eyði OF miklum tíma í tölvuna, en allir eiga sér eitthvað böl, ætli það séu ekki minnstakosti 4 tímar í tölvunni á dag.

Hvernig líst þér á nýjustu breytingarnar í toppnum á Íslandi þar sem að Ice byrjuðu aftur, above hættu og diG urðu óneitanlega veikari?

Það hlaut að koma að þessu, allaveganna veit maður að sPiKe er alltaf með smá njálg í rassinum, en já diG brenndu sig töluvert á þessu því að eftir að sPiKe og SkaveN fóru í diG þá ráku þeir gott sem helming liðsins og svo núna rétt nýverið hætti Trasgress hjá þeim. Annars er erfitt að segja um þetta fyrr en að liðin hafa mæst á góðu lani.

Helduru að þeir muni endast eitthvað saman í Ice?

Aftur erfitt að segja, þeir eru búnir að hætta einu sinni sem að veikir samheldina hjá þeim og þá er líklegra að þeir springi aftur ef að grænni skógar bjóðist.

Hvernig líst þér á deildina sem er núna væntanleg hjá Simnet?

Bara vel, ég er reyndar með puttana í því að nokkru leiti en mér líst vel á þetta bara ef við förum að koma þessu í gang.

Hvernig standiði í erlendum deildum (Clanbase)
Stefniði á að taka þátt í CAL aftur?

Við erum núna í 4 liða úrslitum í Clanbase OC 2nd div, og fáum næst iMpures frá Spáni sem verður sennilegast spilaður í þessari viku, meira infó um HLTV og svoleiðis verður tilkynnt á #Drake| og á síðunni okkar <a href=http://drake.skjalfti.is>drake.skjalfti.is</a>

Ég sé ekki fyrir mér að við förum í CAL aftur nei, menn fóru upphaflega í CAL því að það var deildin sem að maður fékk besta pingið í , en núna er Ísland loksins komið með stabílann góðan evrópulink þannig að það er miklu skemmtilegra að spila til Evrópu, og þar að auki er miklu meira úrval af virkilega góðum liðum í Evrópu.

Hvað er svo framundan hjá Drake? Einhverjar ferðir á lön erlendis?

Við erum að vinna í því að fá einhver fyrirtæki til að aðstoða okkur að komast á lön erlendis þarsem að það er ansi dýrt að vera borga þetta úr eigin vasa. Við stefnum á allaveganna eitt mót á þessu ári, en CPL er sennilegasti kosturinn þarsem að enginn heldur ESWC né WCG qualifier á Íslandi , og erlendum liðum er meinaður keppnisréttur í Qualifierum í öðrum löndum.

Hvernig helduru að landsliðinu muni ganga í komandi leikjum?

Landsliðið er nokkuð sterkt, hinsvegar skemmdi Ice endurlifnunin smá fyrir finnst mér, veikir liðið eitthvað held ég. Við eigum Svíþjóð næst og það er aldrei að vita hvernig gengur, vonandi vinnum við og þá erum við á grænni grein því að hin liðin í riðlinum okkar eru ættu að vera auðsigranleg. Einnig vill ég þakka Revolution fyrir að leyfa okkur að spila hjá sér!

Hefuru einhverntíman haft rangt fyrir þér?

Já það kemur fyrir, og þá viðurkenni ég það.

Hvað helduru að þú munir haldast lengi í Counter-Strike?

Þangað til að mig langar ekki að spila lengur.

Shoutouts?

Kveðja til allra í Drake, good vibes til zombie. Líka <a href=http://www.bunker.is>Bunker</a> fyrir að vera besta Lansetrið á klakanum. Og já til mömmu og pabba fyrir að vera ekki búinn að kveikja í tölvunni.
Julian: Wanna go have a few drinks and smoke a joint Bubbles?